Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu var með þó­nokkurn við­búnað í Vestur­bæ Reykja­víkur laust eftir mið­nætti í nótt vegna til­kynningar um grímu­klæddan mann með skot­vopn. RÚV greinir frá.

Um­ræddur maður er sagður hafa verið grímu­klæddur og með sýni­legt skot­vopn, sam­kvæmt upp­lýsingum frá lög­reglu.

Leit hófst af manninum og að endingu var bif­reið stöðvuð í Vestur­bænum. Far­þegi bif­reiðarinnar fram­vísaði því sem reyndist eftir­líking af skot­vopni og var hann færður á lög­reglu­stöð til skýrslu­töku.

Málið telst upp­lýst og fær á­kæru­svið málið í sínar hendur eftir helgi.