Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með þónokkurn viðbúnað í Vesturbæ Reykjavíkur laust eftir miðnætti í nótt vegna tilkynningar um grímuklæddan mann með skotvopn. RÚV greinir frá.
Umræddur maður er sagður hafa verið grímuklæddur og með sýnilegt skotvopn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Leit hófst af manninum og að endingu var bifreið stöðvuð í Vesturbænum. Farþegi bifreiðarinnar framvísaði því sem reyndist eftirlíking af skotvopni og var hann færður á lögreglustöð til skýrslutöku.
Málið telst upplýst og fær ákærusvið málið í sínar hendur eftir helgi.