Þyrla Land­helgis­gæslunnar var kölluð út í gær­kvöldi vegna leitar að sjósunds­manni við Langa­sand á Akra­nesi.

Út­kallið kom á tíunda tímanum í gær­kvöldi en auk þyrlunnar voru tvö skip og björgunar­sveitar­fólk frá Björgunar­sveit Akra­ness kölluð út.

RÚV greindi frá málinu í gær­kvöldi og sagði svo frá því á tólfta tímanum að þyrlan hefði verið kölluð til baka.

Ekki hefur náðst í Lög­regluna á Vestur­landi í morgun vegna málsins.