Björgunar­sveitir á Suður­landi og í Vest­manna­eyjum voru kallaðar út rétt eftir klukkan fjögur í dag vegna slyss við Reynis­fjöru þar sem ein­stak­lingur fór í sjóinn.

Sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá lög­reglu er búið að ná manninum um borð í þyrlu Land­helgis­gæslunnar, en um er að ræða er­lendan ferða­mann. Þyrla kom á vett­vang rétt fyrir sjötta tímann og tók skamma stund að ná manninum úr sjónum.

Verið er að kalla til að­stoð á­falla­hjálpar­teymis Rauða Kross Ís­lands til að hlúa að fólki sem var á vettvangi, en maðurinn var á ferð með eigin­konu sinni í stærri hópi í skipu­lagðri ferð.

Rann­sókn á slysinu og til­drögum þess er hafið og sam­kvæmt lög­reglu er frekari upp­lýsinga af málinu ekki að vænta að sinni.