Erlent

Leiðtogarnir funduðu í Sochi

Leiðtogar Rússlands og Sýrlands funduðu í Rússlandi í dag.

Vel lét að þeim félögum, Assad og Pútín, á fundinum í dag. EPA

Sjaldgæfur fundur Vladimirs Pútín, forseta Rússlands, og Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, átti sér stað í rússnesku borginni Sochi í dag. Vel fór með þeim félögum, en Rússar hafa verið einir hörðustu bandamenn sýrlenska stjórnarhersins frá því stríðið hófst árið 2011 og hófu hernaðarlega þáttöku árið 2015. Í des­em­ber á síðasta ári tók Pútín þó þá ákvörðun að draga  hluta rúss­neska hers­ins til baka frá Sýr­landi. 

AFP-fréttastofan greinir frá og hefur eftir Dmitry Peskov, talsmanni stjórnvalda í Kreml, að samræður hafi verið ítarlegar milli leiðtoganna tveggja, sem hafa ekki hist síðan í rússneskri herstöð í Latakia-héraði í Sýrlandi í desember í fyrra.

Pútín óskaði Assad til lukku á fundinum með „sigra sýrlenska stjórnarhersins í baráttunni gegn hryðjuverkum.“ Þá sagði hann að næsta skref væri að veita aðstoð almennra borgara í erfiðri stöðu og vinna að hagrænni þróun.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra

Erlent

Ósáttir stóðu vörð um stjórn Theresu May

Bretland

May stóð af sér vantraust

Auglýsing

Nýjast

Skuldagrunnur á teikniborði eftirlitsins

Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga

Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju

Segir fyrirferð RÚV líklega ástæðu úttektar

Dómur í Bitcoin-málinu kveðinn upp í dag

500 milljóna endurbætur vegna húsnæðis mathallar

Auglýsing