Erlent

Leiðtogarnir funduðu í Sochi

Leiðtogar Rússlands og Sýrlands funduðu í Rússlandi í dag.

Vel lét að þeim félögum, Assad og Pútín, á fundinum í dag. EPA

Sjaldgæfur fundur Vladimirs Pútín, forseta Rússlands, og Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, átti sér stað í rússnesku borginni Sochi í dag. Vel fór með þeim félögum, en Rússar hafa verið einir hörðustu bandamenn sýrlenska stjórnarhersins frá því stríðið hófst árið 2011 og hófu hernaðarlega þáttöku árið 2015. Í des­em­ber á síðasta ári tók Pútín þó þá ákvörðun að draga  hluta rúss­neska hers­ins til baka frá Sýr­landi. 

AFP-fréttastofan greinir frá og hefur eftir Dmitry Peskov, talsmanni stjórnvalda í Kreml, að samræður hafi verið ítarlegar milli leiðtoganna tveggja, sem hafa ekki hist síðan í rússneskri herstöð í Latakia-héraði í Sýrlandi í desember í fyrra.

Pútín óskaði Assad til lukku á fundinum með „sigra sýrlenska stjórnarhersins í baráttunni gegn hryðjuverkum.“ Þá sagði hann að næsta skref væri að veita aðstoð almennra borgara í erfiðri stöðu og vinna að hagrænni þróun.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Wein­stein á­kærður fyrir tvær nauðganir

Erlent

Saka Rússa um að hafa skotið niður MH17

Norður-Kórea

Olli vonbrigðum með því að aflýsa fundinum

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Kjara­samningur við grunn­skóla­kennara í höfn

Kosningar 2018

Róandi að fylgjast með þyrlum LHG

Verkalýðshreyfingin

Segir van­traustið lagt fram á röngum for­sendum

Innlent

Kannanir sýna ólíkar niðurstöður í borgarstjórn

Innlent

Undir­rita yfir­lýsingu um lofts­lags­mark­mið stofnana

Innlent

Rennblautur kosningadagur í vændum

Auglýsing