Erlent

Leiðtogarnir funduðu í Sochi

Leiðtogar Rússlands og Sýrlands funduðu í Rússlandi í dag.

Vel lét að þeim félögum, Assad og Pútín, á fundinum í dag. EPA

Sjaldgæfur fundur Vladimirs Pútín, forseta Rússlands, og Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, átti sér stað í rússnesku borginni Sochi í dag. Vel fór með þeim félögum, en Rússar hafa verið einir hörðustu bandamenn sýrlenska stjórnarhersins frá því stríðið hófst árið 2011 og hófu hernaðarlega þáttöku árið 2015. Í des­em­ber á síðasta ári tók Pútín þó þá ákvörðun að draga  hluta rúss­neska hers­ins til baka frá Sýr­landi. 

AFP-fréttastofan greinir frá og hefur eftir Dmitry Peskov, talsmanni stjórnvalda í Kreml, að samræður hafi verið ítarlegar milli leiðtoganna tveggja, sem hafa ekki hist síðan í rússneskri herstöð í Latakia-héraði í Sýrlandi í desember í fyrra.

Pútín óskaði Assad til lukku á fundinum með „sigra sýrlenska stjórnarhersins í baráttunni gegn hryðjuverkum.“ Þá sagði hann að næsta skref væri að veita aðstoð almennra borgara í erfiðri stöðu og vinna að hagrænni þróun.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Indónesía

Djakarta sekkur í hafið á methraða

Kanada

Áhyggjur af deilunni við Sádi-Arabíu

Erlent

Fljúgandi tjald­hæll banaði dönskum mótor­hjóla­manni

Auglýsing

Nýjast

Sérsveitin send á byssumenn í Hvalfirði

Jáeindaskanni brátt tekinn í notkun á LSH

Töluverður verðmunur á vinsælum skólatöskum barna

Tókst að reka grind­hvalina úr friðinum

Henti sér út í til að hjálpa hvalnum

Sema búin að kæra: „Málið er nú komið í réttan far­veg“

Auglýsing