Erlent

Leið­togar NATO grafa undan orðum Trumps

​Leiðtogar Atlandshafsbandalagsins segjast ekki kannast við að hafa samþykkt aukningu á útgjöldum til varnarmála á leiðtogafundinum í Brussel.

Fáni Atlandshafsbandalagsins. Fréttablaðið/Getty

Leið­togar At­lands­hafs­banda­lagsins segjast ekki kannast við að hafa sam­þykkt aukningu á út­gjöldum til varnar­mála á leið­toga­fundinum sem fram fór í dag og í gær.

Donald Trump, Banda­ríkja­for­seti, hélt blaða­manna­fund í dag þar sem hann full­yrti að leið­togarnir hefðu orðið við kröfu sinni um að auka fram­lög til NATO. Trump hefur lengi lýst ó­á­nægju sinni með að Banda­ríkin greiði hæstan rekstrar­kostnað bandalagsins.

Leið­togar Kanada, Ítalíu og Frakk­lands hafa allir sent frá sér yfir­lýsingar þar sem þeir segjast ekki hafa fallist á ný út­gjöld á fundinum með Trump heldur að standa við sam­komu­lag frá árinu 2014 um aukningu út­gjalda í skrefum.

Aðrir leið­togar sem tjáðu sig eftir fundinn sögðu að á­kveðið hafi verið að halda sig við fyrri stefnu um að auka út­gjöldin í á­föngum til ársins 2024. Að endingu muni flest ríkin ná yfir­lýstu mark­miði um að verja 2% af þjóðar­fram­leiðslu sinni til varnar­mála.

Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmdar­stjóri NATO, sleit fundinum formlega. Hann sagði fram­göngu Trumps hafa sett mark sitt á fundinn og að skýr skilaboð Trumps kæmu til með að hafa á­hrif.

Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra sagði kvöld­fréttum RÚV að fundurinn í gær hafi farið frið­sam­lega fram en að hvöss orða­skipti hafi farið manna á milli í morgun þegar fram­lögin voru tekin fyrir aftur að ósk Donalds Trumps.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Írland

Þjófarnir hörfuðu eftir hetju­dáð lang­afans

Rússland

Afar lík­legt að eitrað hafi verið fyrir Verzilov í Pus­sy Riot

Erlent

Leita eftirlifenda með berum höndum

Auglýsing

Nýjast

Til­laga um sumar­opnun leik­skóla sam­þykkt

Taka út ferla í kjöl­far OR-ólgu: „Við verðum að gera betur“

Nauð­syn­legt krabb­a­meins­lyf ekki ver­ið til í fjór­a mán­uð­i

Til­­laga um fram­gang borgar­línu sam­þykkt

Lætur endur­skoða reglu­gerð til að jafna rétt barna

Fjög­ur hand­tek­in þeg­ar lög­regl­a stöðv­að­i kann­a­bis­rækt­un

Auglýsing