Lög­reglan á Norður­landi eystra hefur aug­lýst eftir vitnum að tveimur líkams­á­rásum á Face­book-síðu sinni. Báðar á­rásirnar áttu sér stað á Akur­eyri.

Annars vegar er aug­lýst eftir vitnum vegna líkams­á­rásar á mann með hund. Á­rásin átti sér stað á Hamar­skots­túni 30. júní síðast­liðinn milli klukkan 19:00 og 19:30.

Hins vegar er leitað vitna að líkams­á­rás við Bláu könnuna en þar voru hópslags­mál um síðast liðna helgi. Á­rásin átti sér stað um klukkan 20:30 þriðju­daginn 20. júlí.

Vitni að á­rásunum er beint á að hafa sam­band við lög­regluna á Norður­landi eystra í síma 444-2800.