Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim einstaklingum sem urðu vitni að umferðarslysi, þegar ekið var á þrettán ára stúlku að morgni miðvikudagsins 9. janúar síðastliðinn kl.08:27 á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla. 

Sjá einnig: Ekið á barn við Hring­braut

Jafnframt óskar lögregla eftir því að þeir einstaklingar sem komu ökumanni og hinum slasaða til aðstoðar á vettvangi seti sig í samband við lögreglu. 

Slysið vakti miklar og heitar umræður um umferðaröryggismál við Hringbraut og varð það til þess að Reykjavíkurborg setti af stað gangbrautarvörslu á gatnamótunum til að fylgja börnum á leið í skóla yfir götuna. Foreldrar í hverfinu hafa þó sagt að gangbrautarvarsla á einum gatnarmótum nægi ekki og hafa tekið málin í sínar hendur. 

Þeir sem hafa frekari upplýsingaru m slysið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.

Sjá einnig: Íbúar æfir yfir að­gerða­leysi eftir slysið við Hring­braut