Lögreglan á Suðurnesjum leitaði í kvöld að þeim Þorgeiri og Orra Steini úr Grindavík. Drengirnir eru báðir níu ára og hafa ekki skilað sér heim eftir skóla í dag. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að fjölskyldur drengjanna séu nú við leit á svæðinu. 

Þorgeiri er klæddur í svarta og hvíta úlpu, dökkgráar buxur, stígvél. Hann er á reiðhjóli og er með bláan hjálm.

Orri Steinn er í samskonar úlpu og Þorgeir eru í, gráum buxum og strigaskóm. Hann er á hlaupahjóli.

Lögreglan biðlar í tilkynningu til allra Grindvíkinga að um að svipast um inni hjá sér og kanna hvort drengirnir séu kannski í heimsókn hjá skólafélögum sínum.

Hægt er að hafa samband við lögreglu í síma 1-1-2 eða á Facebook. Tilkynningu lögreglunnar má sjá hér að neðan. 

Fréttin hefur verið uppfærð.