Tveggja danskra ríkisborgara er nú leitað eftir að tvö fraktskip eru sögð hafa rekist saman á Eystrasalti í nótt. Greint er frá því í sænskum miðlum í nótt en slysið átti sér stað á milli Ystad og Bornholm í Svíþjóð.
Annað skipið er á hvolfi og frá því í nótt hefur staðið yfir leit að tveim skipverjum. Annað skipið er danskt en hitt breskt.
Samkvæmt frétt sænska miðilsins SVT er ekki vitað hvað varð til þess að skipin rákust saman en olía lekur nú úr öðru þeirra og er áætlað að það verði dregið í land. Neyðarkall barst frá öðru skipinu um klukkan 3.30 í nótt.
Talsverður viðbúnaður er á vettvangi.