Tveggja danskra ríkis­borgara er nú leitað eftir að tvö frakt­skip eru sögð hafa rekist saman á Eystra­salti í nótt. Greint er frá því í sænskum miðlum í nótt en slysið átti sér stað á milli Ystad og Born­holm í Sví­þjóð.

Annað skipið er á hvolfi og frá því í nótt hefur staðið yfir leit að tveim skip­verjum. Annað skipið er danskt en hitt breskt.

Sam­kvæmt frétt sænska miðilsins SVT er ekki vitað hvað varð til þess að skipin rákust saman en olía lekur nú úr öðru þeirra og er á­ætlað að það verði dregið í land. Neyðar­kall barst frá öðru skipinu um klukkan 3.30 í nótt.

Tals­verður við­búnaður er á vett­vangi.