Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu leitar öku­manns fólks­bíl sem ók á unga stúlku á raf­magns­hlaupa­hjóli við Granda­torg í Reykja­vík um klukkan 16:43 í gær. Stúlkan slasaðist en öku­maðurinn ók strax af vett­vangi. Stúlkan var á leið yfir Ána­naust til suðurs en hring­torgið er á mótum Ána­nausta, Hring­brautar og Eiðs­granda er slysið varð.

„Við at­vik eins og þetta er mikil­vægt að öku­menn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Sömu­leiðis er á­ríðandi að til­kynna málið til lög­reglu, ekki síst vegna þess að á­verkar eru ekki alltaf sjáan­legir á vett­vangi,“ segir í til­kynningu frá lög­reglunni.

Lög­reglan biður öku­mann bílsins um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru þeir beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu í síma 444 1000. Einnig má senda upp­lýsingar um málið í tölvu­pósti á net­fangið gudmundur.pall@lrh.is.