Maður á átt­ræðis­aldri var skotinn til bana fyrr í kvöld í Sví­þjóð.

Að sögn sænska ríkis­sjón­varpsins (SVT) var skotið á manninn í í­búða­hverfi Tele­borg i Växjö. Lög­reglan leiti nú ó­þekkts eða ó­þekktra byssu­manna.

Maðurinn var úr­skurðaður látinn þegar að var komið hefur SVT eftir lög­reglunni.

Rann­sókn sé þegar hafin á vett­vangi og hundar leiti nú um­merkja auk þess sem gengið verði í hús í ná­grenninu nog rætt við fólk.

Að sögn lög­reglu er engin á­kveðinn grunaður um ó­dæðið enn sem komið er.