Björgunarsveitir Slysavarna félagsins Landsbjargar í Eyjafirði eru nú á leið upp á hálendi til leitar göngumanni. Aðstandandi mannsins hafði samband í nótt og sagði manninn í vandræðum. Líklega væri hann búinn að tapa hluta af búnaði sínum og orðinn þreyttur og slæptur.
Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg ætlaði maðurinn sér að ganga suður yfir hálendið á tveimur til þremur vikum. Búið er að komast að staðsetningu hans í fyrradag og fá munlega lýsingu á því hvar hann var í gær. Er vonast til þess að þessar upplýsingar þrengi leitarsvæðið.
Þegar maðurinn hafði samband við aðstandendur sína í nótt var hann búinn að missa frá á sleðann með farangri sínum. Sagðist hann vera kaldur, uppgefinn og hræddur. Lagt er allt kapp á að finna manninn sem fyrst.