Lög­reglan á Suður­landi hefur boðað út allar björgunar­sveitir í A-Skafta­fells­sýslu og á Austur­landi til leitar að manni í Stafa­fells­fjöllum í Lóni. Þetta kemur fram í Face­book færslu lög­reglunnar á Suður­landi.

Þyrla Land­helgis­gæslunnar er að lenda á Horna­firði og mun að­stoða við leitina.

Jónas Guð­munds­son, hjá Slysa­varna­fé­laginu Lands­björg, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að göngu­maðurinn sé um tví­tugt og búið sé að kalla út vel yfir 100 manns í leitina.

„Það er búið að kalla út vel yfir 100 manns, allt Austur­land og allt Suður­land,“ segir Jónas.

Stafafellsfjöll.
Kort