Innlent

Leita að ferðamönnum í neyð á Vatnajökli

Ellefu björgunarsveitir leita nú tveggja ferðamanna á Vatnajökli sem sendu frá sér neyðarboð um klukkan 7 í kvöld. Veður er vont og því ekki kjöraðstæður til leitarinnar.

Mynd úr safni.

Ellefu björgunarsveitir hafa verið kallaðar út eftir að neyðarboð barst frá tveimur ferðamönnum á Vatnajökli. Ferðamennirnir eru á ferð yfir jökulinn, en þeir höfðu skilið eftir ferðaáætlun hjá Safetravel og eru með neyðarsendi með í för. Neyðarboðið barst um klukkan sjö í kvöld en ekki næst samband við ferðamennina.

Björgunarsveitarfólk er á leiðinni á jökulinn að leita að ferðalöngunum á vélsleðum og snjóbílum. Á jöklinum er snjókoma og þónokkur vindur og því ekki kjöraðstæður fyrir björgunarsveitarfólk að sækja á svæðið. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg má gera ráð fyrir því að veðrið lægi ekki fyrr en í nótt.

22:23 ferðamennirnir eru enn ekki fundnir. „Fyrstu hópar eru komnir á jökulinn á sleðum,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Fréttablaðið. Tæplega 50 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni og fleiri séu í viðbragðsstöðu. Að sögn Davíðs miðar leitinni ágætlega áfram og ekki er enn tímabært að hafa áhyggjur af mönnunum, sem virðast vera ferðavanir. Neyðarsendirinn svokallaði leigðu mennirnir af Safetravel, en hann geta ferðalangar virkjað í óbyggðum þar sem ekkert símasamband er, ef þörf er á aðstoð. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Leggj­a fram frum­­varp um refs­ing­ar fyr­ir tálm­un á ný

Heilbrigðismál

Skoðaði ekki sjúkra­skrá sér til skemmtunar eða fyrir for­vitni

Innlent

Vilja kæra á­kvörðun Icelandair til Fé­lags­dóms

Auglýsing

Nýjast

Hand­tek­inn á flótt­a eft­ir að hafa hót­að Trump líf­lát­i

Um­deild „ung­frú Hitler“ keppni fjar­lægð af netinu

Sam­þykkir að bera vitni gegn Kavan­augh

Á þriðja tug látinn eftir skot­hríð á her­sýningu í Íran

Sam­einast gegn fram­boði bróður síns í aug­lýsingu

Fjögurra daga þjóðar­sorg vegna ferjuslyssins

Auglýsing