Innlent

Leita að ferðamönnum í neyð á Vatnajökli

Ellefu björgunarsveitir leita nú tveggja ferðamanna á Vatnajökli sem sendu frá sér neyðarboð um klukkan 7 í kvöld. Veður er vont og því ekki kjöraðstæður til leitarinnar.

Mynd úr safni.

Ellefu björgunarsveitir hafa verið kallaðar út eftir að neyðarboð barst frá tveimur ferðamönnum á Vatnajökli. Ferðamennirnir eru á ferð yfir jökulinn, en þeir höfðu skilið eftir ferðaáætlun hjá Safetravel og eru með neyðarsendi með í för. Neyðarboðið barst um klukkan sjö í kvöld en ekki næst samband við ferðamennina.

Björgunarsveitarfólk er á leiðinni á jökulinn að leita að ferðalöngunum á vélsleðum og snjóbílum. Á jöklinum er snjókoma og þónokkur vindur og því ekki kjöraðstæður fyrir björgunarsveitarfólk að sækja á svæðið. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg má gera ráð fyrir því að veðrið lægi ekki fyrr en í nótt.

22:23 ferðamennirnir eru enn ekki fundnir. „Fyrstu hópar eru komnir á jökulinn á sleðum,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Fréttablaðið. Tæplega 50 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni og fleiri séu í viðbragðsstöðu. Að sögn Davíðs miðar leitinni ágætlega áfram og ekki er enn tímabært að hafa áhyggjur af mönnunum, sem virðast vera ferðavanir. Neyðarsendirinn svokallaði leigðu mennirnir af Safetravel, en hann geta ferðalangar virkjað í óbyggðum þar sem ekkert símasamband er, ef þörf er á aðstoð. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kosningar 2018

Vill láta byggja tíu þúsund íbúðir

Innlent

Vig­dís Hauks kastar sér út úr flug­vél í þágu mál­staðarins

Slys

Tveimur bjargað úr Þing­valla­vatni og enn leitað í Ölfusá

Auglýsing

Nýjast

Tyrkland

Kosningabarátta Erdoğans færist til Bosníu

Bandaríkin

Trump krefst rann­sóknar á meintum njósnum Obama

Íran

Íran segir Evrópu ekki gera nóg

Bretland

Vefabréfsáritun Rómans ekki verið endurnýjuð

Venesúela

Maduro sigur­strang­legur í Venesúela

Stjórnmál

Davíð segir Icesa­ve hafa farið illa með Sjálf­stæðis­flokkinn

Auglýsing