Facebook hópurinn Hundasveitin og samtökin Dýrfinna ásamt eigendum auglýsa eftir eins og hálfs árs bordercollie blendings tík sem nefnist Ronja.

Ronja týndist á meðan hún var í pössun í Hrunamannaafrétti á hálendinu þann 31. Júlí.

Leitað hefur verið að Ronju síðustu daga en leit hefur ekki borið árangur og því allir sem eiga leið um svæðið beðnir um að hafa augun opin.

Leitað hefur verið fótgangandi, á hestum, fjórhjólum, með drónum og flugvélum en ekkert hefur sést til Ronju síðustu daga.

Þeir sem hafa upplýsingar um afdrif Ronju eða sjá til hennar geta hringt í síma 7721299.

Kort af svæðinu sem Ronja týnidst á.
Mynd/aðsend