Í tilkynningu á vef Kirkjunnar auglýsir Biskup Íslands eftir sóknarpresti til afleysingarþjónustu í Digranes- og Hjallaprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Auglýsingin kemur fjórum dögum eftir að Séra Sigurður Jónsson, fyrrum prestur kirkjunnar, lét af störfum að eigin beiðni samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Mikið hefur gengið á innan Digraneskirkju eftir að Hjallakirkja og Digraneskirkja sameinuðust undir Digranes- og Hjallaprestakalli á síðari hluta árs 2019.

Greint hefur verið frá því að séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall, hafi verið settur í leyfi eftir ásakanir sex kvenna um kynferðislega áreitni, kynbundins ofbeldis og eineltis.

Teymi Þjóðkirkjunnar var með mál Gunnars til rannsóknar og lauk þeirri vinnu síðla sumars. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að hann myndi ekki snúa aftur til starfa sem sóknarprestur.

Sóknarnefnd kirkjunnar vildi fá Gunnar aftur til starfa þrátt fyrir ásakanirnar.