Þrjár mann­eskjur létust í skot­á­rás í Austin í Texas-ríki í gær en lög­reglan í Austin greindi frá málinu í gær þar sem fram kom að svo virtist sem að um ein­angrað at­vik hafi verið að ræða. Lög­regla hefur ekki enn haft uppi á grunuðum skot­á­rásar­manni og er óttast að hann gæti verið í felum.

Að því er kemur fram í frétt CNN um málið er meintur skot­á­rásar­maður hinn 41 árs gamli Stephen Nicholas Broderick en hann hafi áður starfað sem rann­sóknar­lög­reglu­maður í Tra­vis-sýslu. Honum var vikið úr starfi í júní 2020 eftir að hann var hand­tekinn og á­kærður fyrir að mis­nota barn.

Á­stæður Broderick fyrir á­rásinni í gær liggja ekki enn fyrir en fórnar­lömb á­rásarinnar voru tvær konur og einn karl­maður. Þá var barn einnig á staðnum þegar á­rásin var gerð en það er nú í öruggum höndum. Öll þekktu þau Broderick á ein­hvern hátt.