Leitinni að belgíska ferðamanninum, Björn Debecker, sem talinn er hafa fallið útbyrðis úr kajak sínum á Þingvallavatni um helgina er lokið í kvöld. Stóð leitin formlega yfir frá klukkan fimm í dag en einnig höfðu kafara leitað í vatninu dyrr í dag.

Milli þrjátíu og fjörutíu björgunarsveitarmenn voru við leitina í kvöld. Þorvaldur Guðmundsson, aðgerðarstjóri leitarinnar, greinir frá þessu við RÚV.

Björgunarsveitarfólk gekk og sigldi um ákveðin svæði og var einnig dróni notaður við leitina en leitað var helst við suðurenda vatnsins í dag. Kafarar á vegum björgunarsveitanna hafa leitað í Þingvallavatni í allan dag og halda því áfram í fyrramálið.

Leitin hófst á laugardagskvöld síðastliðið þegar kajak og bakpoki Debecker fundust á vatninu.