Leit að skipverjanum, sem talinn er hafa fallið fyrir borð í Vopnafirði, hefur verið hætt í dag.

Veður hefur farið versnandi í Vopnafirði og er talsverður sjógangur vegna vinds að sögn lögreglu.

Umfangsmiklar leitaraðgerðir hafa staðið yfir í Vopnafirði síðustu daga en leitin hefur enn ekki borið árangur. Hefur skipverjans verið saknað frá því á mánudag

Fimm leitarhópar hafa verið að störfum í dag ýmist á sjó og á landi en hætt var við leit á sjó um tvöleytið í dag sökum öldugangs.

Gengnvar voru fjörur frá Tangasporði að Sandvík og var einnig leitað í sandfjörum í Sandvik.

Lögreglan á Austurlandi segir að leit haldi áfram á morgun með svipuðu sniði og í dag en ákvörðun verður tekin í fyrramálið.