Starf­semi leik­skólans Kvista­borg færist tíma­bundið í hús­næði Sama­mýra­skóla frá og með næstu viku vegna fram­kvæmda næstu mánuði á hús­næði leik­skólans vegna raka­skemmda og upp­færslu á hús­næði leik­skólans.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Reykja­víkur­borg.

Vonast er til að skóla­starf færist aftur í Foss­vogs­dalinn fyrir jól

„Flutningur starf­seminnar og fyrir­hugaðar fram­kvæmdir voru kynntar fyrir starfs­fólki og for­eldrum á fundum í gær­kvöld. Þar kom fram að verk­fræði­stofan Efla mælir með að farið verið í gagn­gerar endur­bætur á elsta hluta skólans sem byggður var 1972 og hentar illa starfi nú­tíma leik­skóla. Á­kveðið var að flytja alla starf­semi skólans tíma­bundið í Safa­mýri 5 sem áður var Safa­mýrar­skóli til að hægt verði að fara í undir­búning fram­kvæmda á meðan unnið er að hönnun og skipu­lagningu verksins.

Fram kemur í til­kynningunni að undir­búningur á hús­næði í vestur­hluta Safa­mýra­skóla í sumar og haust svo hægt væri að taka á móti allri starf­semi Kvista­borgar. Þar áður var grunn­skóli og góð að­staða fyrir börn í leik og námi, til að mynda stór leik­fimi­salur sem mun nýtast starfinu vel næstu mánuði.

Framundan eru fram­kvæmdir við austur­hluta Safa­mýrar­skóla en þar verður nýr leik­skóli opnaður á næsta ári.

„Haldinn verður starfs­dagur á Kvista­borg mánu­daginn 20. septem­ber til að auð­velda flutning á leik­tækjum og öðrum munum og mun leik­skólinn opna á ný í Safa­mýrar­skóla þriðju­daginn 21. septem­ber. Stefnt er að því að starf leik­skólans flytji aftur í Foss­vog fyrir jól,“ segir í til­kynningunni.