Leik­skól­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u opna klukk­an 12 á há­deg­i á morg­un vegn­a hertr­a sótt­varn­a­að­gerð­a sem taka gild­i nú á mið­nætt­i. Til að tryggj­a að skól­a­hald sé í sam­ræm­i við að­gerð­irn­ar hafa sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u á­kveð­ið að starfs­dag­ur verð­i á leik­skól­um til há­deg­is, svo starf­sem­i leik­skól­a með breytt­u skip­u­lag­i gang­i vel fyr­ir sig.

Þett­a kem­ur fram í til­kynn­ing­u frá al­mann­a­varn­a­nefnd höf­uð­borg­a­svæð­is­ins.

Reykj­a­vík­ur­borg hef­ur til­kynnt að í sam­ræm­i við hert­ar að­gerð­ir verð­i öll­um grunn­skól­um borg­ar­inn­ar lok­að, öll­um frí­stund­a­heim­il­um og sund­laug­um söm­u­leið­is auk margr­ar ann­ar­ar starf­sem­i. Lesa má nán­ar um lok­an­irn­ar á vef Reykj­a­vík­ur­borg­ar.

Þjón­ust­u­mið­stöðv­ar vel­ferð­ar­sviðs borg­ar­inn­ar verð­a opn­ar en þó þarf að tak­mark­a um­ferð um þjón­ust­u­skál­a mið­stöðv­ann­a eins og kost­ur er. Fólk­i er því bent á að nýta sím­töl og tölv­u­póst til að pant­a við­töl eða boða komu sína ef hægt er, frek­ar en að koma á stað­inn.

Í ann­arr­i al­mennr­i starf­sem­i Reykj­a­vík­ur verð­ur far­ið eft­ir áður sett­um við­bragðs­á­ætl­un­um og hólf­un­um til að tryggj­a að fleir­i en 10 manns séu ekki sam­an í rými og hægt verð­i að tryggj­a tveggj­a metr­a regl­un­a.