Fé­lag leik­skóla­kennara leggst ein­dregið gegn ný­fram­kominni hug­mynd Hafnar­fjarðar­bæjar um að hafa leik­skóla sína opna allt sumarið frá og með 2021. Í til­kynningu frá fé­laginu kemur fram að á­kvörðun fræðslu­ráðs sé ekki til þess fallin að auka hlut­fall leik­skóla­kennara í leik­skólum bæjarins.

„Það er ljóst að ef takast á að halda leik­skóla­kennurum í kennslu í leik­skólum þurfa sveitar­fé­lögin að taka á­kvarðanir sem leiða til jöfnunar á starfs- og vinnu­tíma á milli leiks- og grunn­skóla­stigsins. Hug­myndir Hafn­fjarðar­bæjar nú eru þróun í öfuga átt,“ segir í á­lyktun fé­lagsins um málið.

For­eldrar vilja aukið svig­rúm

Í gær sam­þykkti Fræðslu­ráð Hafnar­fjarðar að af­nema sumar­lokun leik­skóla frá og með sumrinu 2021. Fram kom að tæp 80 prósent allra for­eldra leik­skóla­barna í Hafnar­firði vilja velja í hvaða mánuði barnið þeirra tekur sumar­frí til að auka mögu­leika sína á því að vera í fríi á sama tíma og barnið sam­kvæmt niður­stöðum könnunar sem var gerð.

Í rök­stuðningi með til­lögu Hafnar­fjarðar­bæjar segir meðal annars að á­kvörðunin væri ekki einungis tekin út frá niður­stöðu könnunarinnar heldur hafi rann­sóknir bent til þess að tengsla­myndun barna við for­eldra sína á fyrstu ævi­árum þeirra skiptir miklu máli í upp­vexti þeirra og þroska.

Fé­lag leik­skóla­kennara fannst ekki mikið til rök­stuðningsins komið. „Að blanda tengsla­myndun barna við for­eldra sína á fyrstu ævi­árum þeirra við það hve­nær for­eldrar fara í frí með börnum sínum er á­huga­verð nálgun svo ekki sé fastar að orði kveðið.“

Félag leikskólakennara gefur lítið fyrir rökstuðning Hafnarfjarðarbæjar.

Leik­skóla­kennarar leiti annað

Það sé ljóst að raun­veru­leg hætta sé á því að leik­skóla­kennarar flytji sig yfir á önnur skóla­stig vegna ó­líkra starfs­að­stæðna og vinnu­tíma­fyrir­komulags og til að halda leik­skóla­kennurum á­fram í kennslu þurfi að taka á­kvarðanir sem leiða til jöfnunar á kennslu­skyldu og vinnu­tíma á milli leik- og grunn­skóla­stigsins.

„Hug­myndir um að setja meiri þrýsting á kerfið mun alls ekki hjálpa Hafnar­fjarða­bæ að auka hlut­fall leik­skóla­kennara í leik­skólum sínum í sam­ræmi við lög.“ Það sama eigi við um önnur sveitar­fé­lög sem feta þessa slóð eða fyrir­huga það.‘

Vilja aðrar lausnir

Í mörgum ný­gerðum kjara­samningum var samið um 30 daga há­marks­or­lof fyrir alla, óháð aldri. Fé­laginu þyki ljóst að sumar­lokun leik­skóla, eins og hún hefur verið fram­kvæmd til þessa, muni ekki tæma þennan or­lofs­rétt.

„Vilji Hafnar­fjörður eða önnur sveitar­fé­lög veita for­eldrum þjónustu sem tekur til­lit til þarfa þeirra hvað varðar töku sumar­or­lofs verður að finna aðrar lausnir. Leik­skóla­stigið, sem er fyrsta skóla­stigið hefur ekkert rými til þess að taka við slíku verk­efni.“