Áheyrnarfulltrúar starfsfólks í leikskólum og leikskólastjóra spurðu í Skóla- og frístundaráði borgarinnar hvers vegna leikskólinn Brákarborg hefði verið opnaður áður en hann var tilbúinn.

„Vinnuaðstæður barna og starfsfólks í Brákarborg eru algjörlega óviðunandi. Það er ólíðandi að starfsfólki og börnum í leikskólum sé ítrekað boðið upp á óviðunandi vinnuaðstöðu í lok breytinga á leikskólahúsnæði hvort sem er eftir viðgerðir vegna myglu eða [vegna] reglubundins viðhalds,“ segir í fyrirspurninni.