Sex starfsmenn leikskóla í Njarðvík hafa verið greind með kórónuveiruna. Einn starfsmaður var greindur síðasta laugardag og í framhaldi af því greindust fimm aðrir. Greint er frá þessu á Víkurfréttum.

Leikskólanum, Gimli, var í kjölfarið lokað og verður enginn starfsemi þar út vikuna samkvæmt því sem er greint á vef Víkufrétta.

Allir starfsmenn, og 85 börn sem sækja leikskólann, hafa verið sett í sóttkví. Með því þarf að minnsta kosti eitt foreldri að fara í sóttkví.

Á covid.is kemur fram að á Suðurnesjum séu alls tíu greind smit og 135 einstaklingar í sóttkví. Það er næsthæsti fjöldi á landinu, en flestir eru í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu, eða alls 506 manns.

Frétt Víkurfrétta er aðgengileg hér.