Búgarður sem notaður var sem leikmynd og átti mikilvægan þátt í að skapa heim Westworld þáttanna, sem og þekktra kvikmynda hefur orðið mannskæðum skógareldum í Kaliforníu að bráð. Eldarnir hafa breiðst hratt út um og hafa nú þegar orðið að minnsta kosti fimm að bana.

Þættirnir Westworld hafa vakið mikla athygli, en sögusvið þeirra er tvíþætt og spilar Villta vestrið þar stórt hlutverk. HBO, framleiðendur þáttanna, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að ekki sé verið að taka upp þættina sem stendur. Leikurum og tökufólki hafi því ekki verið búin hætta, Umfang skemmdanna er enn óljóst. 

Skógareldarnir hafa breiðst hratt um Kaliforníu og hafa meira en 150.000 þurft að yfirgefa heimili sín vegna þeirra. Að minnsta kosti fimm hafa orðið eldinum að bráð og talið er að tala látinna gæti hækkað.