Nú síð­degis fékkst stað­fest að leik­maður karla­liðs Víkings Ólafs­víkur í knatt­spyrnu er smitaður af CO­VID-19. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu á Face­book.

Leik­maðurinn fór í sýna­töku í gær eftir að grunur vaknaði um að hann væri smitaður. Engar æfingar voru haldnar hjá liðinu í dag á meðan beðið var eftir niður­stöðu úr sýna­tökunni.

„Fé­lagið mun fylgja fyrir­mælum lækna og sótt­varnar­aðila í einu og öllu í fram­vindu málsins. Við hvetjum að sama skapi íbúa Snæ­fells­bæjar að huga vel að sótt­vörnum og fara var­lega,“ segir í til­kynningu fé­lagsins.

Nú síðdegis fékkst staðfest að leikmaður Víkings Ó. er smitaður af Covid19 veirunni. Félagið mun fylgja fyrirmælum...

Posted by Víkingur Ólafsvík on Friday, July 31, 2020