Héraðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag Svein Aron Sveins­son, leik­mann Vals í hand­bolta, í níu mánaða fangelsi, þar af sjö mánuðir skil­orðs­bundnir, fyrir sér­stak­lega hættu­lega líkams­á­rás þann níunda septem­ber 2017 en Sveinn hafði þá ráðist á mann á bíla­stæði við Há­skóla Ís­lands, þar sem Októ­ber­fest fór fram, og sparkað í­trekað í hann

Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi hlotið „dreifða heila­á­verka, á­verka­innanskúms­blæðingu, á­verka­innan­bast­blæðingu, kúpu­hvolfs­brot, opið sár á hár­sverði, opið sár á vör og munn­holi, nef­beins­brot, opið sár á mjó­baki og mjaðma­grind, opið sár á úln­lið og hönd, marga yfir­borðs­á­verka á höfði og brot á bitkanti vinstri fram­tannar í efri góm.“

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu í dag.

Þarf að greiða 700 þúsund krónur í miska­bætur

Sam­kvæmt dómnum hafði Sveinn valdið manninum „miska­tjóni með ó­lög­mætri og refsi­verði hátt­semi sinni,“ en Sveinn játaði sök í málinu. Við á­kvörðun dómsins var litið til játunar Sveins og þess að hann hafði hreinan saka­feril að baki.

Maðurinn krafðist 1,5 milljón í miska­bætur en héraðs­dómur dæmdi Svein til að greiða manninum sjö hundruð þúsund krónur í miska­bætur og tvö hundruð þúsund í máls­kostnað. Sam­kvæmt frétt RÚV um málið vissu for­svars­menn Vals ekki að hann hafði verið á­kærðir fyrr en þeir sáu dóminn í morgun.