Maður sem handtekinn var vegna gruns um kynferðisbrot í nótt, er laus úr haldi lögreglu. Þetta kemur fram í stuttri til­kynningu frá lög­reglu.

Áður hafði Vísir fullyrt að um væri að ræða leikmann þýska handboltaliðsins Lemgo. Lem­go mætti Val í fyrri leik liðanna í undan­keppni Evrópu­deildar EHF í vikunni þar sem Lem­go vann nauman 27-26 sigur í Vals­heimilinu. Leik­menn liðsins gerðu sér ferð að eld­gosinu í gær en liðið fór af landi brott í dag og komu aftur til Þýska­lands í morgun, þar á meðal Bjarki Már Elís­son.

Í til­kynningunni segir lög­regla að rann­sókn málsins miði vel. Maðurinn hafi verið hand­tekinn snemma í morgun en sé nú laus úr haldi. Þá segir hún að ekki sé hægt að veita frekari upp­lýsingar að svo stöddu.

Til­kynning lög­reglunnar í heild sinni:

Rann­sókn Lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu á kyn­ferðis­broti, sem til­kynnt var um í nótt, miðar vel. Karl­maður var hand­tekinn í þágu rann­sóknarinnar snemma í morgun, en hann er nú laus úr haldi.

Ekki er hægt að veita frekari upp­lýsingar að svo stöddu.