Söngleikurinn um Bubba Morthens fór loks aftur í gang í Borgarleikhúsinu um liðna helgi eftir 18 mánaða hlé.

Níu líf

Söngleikurinn um Bubba Morthens fór loks aftur í gang í Borgarleikhúsinu um liðna helgi eftir 18 mánaða hlé. Bubbi Morthens er samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum: Stjarnan sem rís úr slorinu; fyrst sem málsvari verkalýðsins, svo alþýðusöngvari þjóðarinnar, þá atómpönkari og gúanórokkari sem breytist í ballöðu-poppara sem syngur með stórsveitum.

Partýsýningin Veisla er komin aftur á svið Borgarleikhússins með Sögu Garðarsdóttur í fararbroddi.

Veisla

Partýsýningin Veisla er komin aftur á svið Borgarleikhússins með Sögu Garðarsdóttur í fararbroddi. Veisla er bragðgóð en görótt blanda af grínsketsum sem leikhópurinn skrifar saman og tónlist sem svarar áleitnum spurningum á borð við hvort tartalettur séu góðar í alvörunni og hversu hratt skuli ganga um gleðinnar dyr.

Síðustu sýningar á gestasýningu Borgarleikhússins Mæður verða í kvöld og annað kvöld.

Mæður

Síðustu sýningar á gestasýningu Borgarleikhússins Mæður verða í kvöld og annað kvöld. Mæður fagna vandamálunum og sigrunum sem fylgja móðurhlutverkinu, því sagða og öllu sem okkur er ekki sagt, klisjunum, mýtunum, því fáránlega og því frábærlega óvænta.

Samstarfssýningin Er ég mamma mín? hefur aftur sýningar í Borgarleikhúsinu 10.september.

Er ég mamma mín?

Samstarfssýningin Er ég mamma mín? hefur aftur sýningar í Borgarleikhúsinu 10.september þar sem Kristbjörg Kjeld og Sólveig Guðmundsdóttir fara á kostum.

Þétting hryggðar, nýtt verk eftir Dóra DNA verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í september

Þétting hryggðar

Nýtt verk eftir Dóra DNA verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í september. Verkið fjallar um fjóra Reykvíkinga sem eru læstir inni í fundarherbergi í Borgartúninu af öryggisástæðum. Þau deila um skipulagsmál, Dominos og hverjum er raunverulega hægt að kenna um allt sem er að.

Fjölskyldusýningin Kjarval verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í september.

Kjarval

Fjölskyldusýningin Kjarval verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í september. Hún fjallar um myndlistamanninn Jóhannes Kjarval sem batt bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn en kenndi okkur að líta umhverfið nýjum augum og sjá listina í hinu stórbrotna jafnt sem hinu hversdagslega – í hrikalegu hrauni en líka í mygluðum flatkökum.

Lokasýning verksins Ekkert er sorglegra en manneskjan er á morgun, sunnudag í Tjarnarbíó.

Ekkert er sorglegra en manneskjan

Nú fer hver að verða síðastur að sjá nýóperuna sem hlaut Grímuverðlaun fyrir tónlist og söngkonu ársins en lokasýning verksins er á morgun sunnudag í Tjarnarbíó. Verkið fjallar um fálmkennda leit mannsins að hamingjunni þar sem fígúrur ráfa um sviðið í leit að merkingu en fátt virðist virka enda manneskjan breisk og gjarnan ómeðvituð um hvað sé henni fyrir bestu. Enda er ekkert sorglegra en manneskjan.

Sýningin VHS krefst virðingar er fyrsta frumsýning leikársins í Tjarnarbíó í flutningi grínkvartetsins VHS.

VHS krefst virðingar

Sýningin er fyrsta frumsýning leikársins í Tjarnarbíó í flutningi grínkvartetsins VHS. Að sögn hópsins hefur þeim ekki verið sýnd tilhlíðileg virðing á þessum miklu óvissutímum, enda margoft gert að breyta sýningaráætlunum sínum og sýna fyrir hálffullum húsum. Nú sé komið nóg og krefst hópurinn virðingar með uppistandssýningu sem fara mun í sögubækurnar.

Þann 11. september verður söngleikurinn Fimm ár sýndur í Tjarnarbíó.

Fimm ár

Þann 11. september verður söngleikurinn Fimm ár sýndur í Tjarnarbíó en leikhús- og söngleikjaunnendur ættu að kannast við verkið af Broadway og West End undir heitinu The Last Five Years. Fimm ár er hugljúf ástarsaga sem fjallar um samband ungrar konu og manns, hann er rithöfundur og hún er leikkona.

Sirkúshópurinn Hringleikur snýr aftur í Tjarnarbíó um miðjan mánuðinn með sýningunni Allra veðra von.

Alla veðra von

Sirkúshópurinn Hringleikur snýr aftur í Tjarnarbíó um miðjan mánuðinn með sýningunni Allra veðra von sem gert hefur víðreist um landið í sumar. Sýningin sem er nýsirkússýning hlaut Grímuverðlaun í ár fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins en í henni er sirkuslistin notuð til að skoða tengsl mannsins við veðrið.

Vinsæli fjölskyldusöngleikurinn snýr aftur í Samkomuhúsið Akureyri nú um helgina.

Benedikt búálfur

Vinsæli fjölskyldusöngleikurinn snýr aftur í Samkomuhúsið Akureyri nú um helgina. Um er að ræða einn allra þekktasta barnasöngleik þjóðarinnar en töfrandi saga og grípandi tónlist Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar hefur unnið hug og hjörtu íslenskra barna á öllum aldri.

Gamanleikurinn Fullorðin hefur snúið aftur í Hof, Akureyri.

Fullorðin

Gamanleikurinn Fullorðin hefur snúið aftur í Hof, Akureyri. Um er að ræða gamanleik um það skelfilega hlutskipti okkar allra að verða fullorðin og misheppnaðar tilraunir okkar til að sannfæra aðra um að við séum það.

Þetta klassíska verk í nýrri útgáfu undir stjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld.

Rómeó og Júlía

Þetta klassíska verk í nýrri útgáfu undir stjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þessi mikla örlagasaga birtist hér með glænýrri tónlist og nýrri nálgun sem líkleg er til að höfða ekki síst til ungs fólks.

Vertu úlfur snýr aftur í Þjóðleikhúsið eftir 50 sýningar fyrir fullu húsi.

Vertu úlfur

Sýning ársins á Grímuverðlaunum 2021 snýr aftur en hún hreyfði svo sannarlega við áhorfendum á síðasta leikári og var sýnd yfir 50 sinnum fyrir fullu húsi Þjóðleikhússins

Nokkrar sýningar á Nashyrningunum verða í september í Þjóðleikhúsinu.

Nashyrningarnir

Verkið eftir Ionescos vakti verðskuldaða athygli á síðasta leikári og verður boðið upp á nokkrar sýningar í september í Þjóðleikhúsinu.

Kardemommubærinn lifnar aftur við á fjölum Þjóðleikhússins.

Kardemommubærinn

Hin ástsæla saga Thorbjörns Egner sló í gegn á síðasta leikári og geta enn fleiri börn fengið að njóta nú þegar það lifnar aftur við á fjölum Þjóðleikhússins.