Gagn­rýni leik­konunnar Al­dísar Amah Hamilton um eins­leitni leikara­vals Borgar- og Þjóð­leik­hússins í ár hefur lík­lega ekki farið fram hjá neinum. Hún vakti at­hygli á því í gær að for­síðu­mynd kynningar­bækling Þjóð­leik­hússins sýndi ekki öll þau and­lit sem nauð­syn­leg væru til að endur­spegla raun­veru­legt sam­fé­lag Ís­lands, en á téðri mynd má sjá fjöru­tíu hvíta leikara.

„Ég ætti erfitt með að fara út úr húsi og finna að­stæður þar sem svo eins­leitur hópur kæmi saman, nema í leik­húsinu,“ skrifaði Al­dís á sam­fé­lags­miðlum.

Á­byrgð leik­hússins

„Þessi mynd sem um ræðir er á for­síðu blaðsins en í blaðinu eru tvær opnur til við­bótar og dreifast lista­menn hússins á þessar opnur.“ segir Magnús Geir Þórðar­son, Þjóð­leik­hús­stjóri í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Mér finnst þetta mjög fínt inn­legg hjá Al­dísi og þörf um­ræða,“ bætir Magnús við. Nauð­syn­legt sé að ræða reglu­lega hvaða sögur eru sagðar í leik­húsinu og hver stígi þar á svið.

„Við viljum hér, eins og í öðrum leik­húsum, bjóða upp á fjöl­breytta flóru öflugra leikara og sú hefur verið raunin í Þjóð­leik­húsinu. Síðustu ár hafa verið hér leikarar af ó­líkum upp­runa og eru einnig í vetur á öllum sviðum hússins,“ bendir Magnús á. „Ég er hins vegar sam­mála Al­dísi um að við þurfum að gera betur. Það er okkar á­byrgð.“

Umrædd mynd sýnir fjörutíu hvíta leikara sem koma fram í Þjóleikhúsinu í ár.
Mynd/Þjóðleikhúsið

Borgar­leik­húsið aftar­lega á merinni

Haldin var fundur í Borgar­leik­húsinu í morgun þar sem um­mæli Al­dísar voru tekin til fyrir og segir Bryn­hildur Guð­jóns­dóttir, Borgar­leik­hús­stjóri, á­bendingu Al­dísar vera rétt­mæta og þarfa. Þá hyggst leik­húsið taka á­bendinguna til sín.

„Við erum aftar­lega á merinni í þessum efnum en ætlum sannar­lega að gera betur. Við erum alls­konar, allar raddir eiga að hljóma og eins­leitni er hættu­leg,“ skrifar Borgar­leik­hús­stjóri á Face­book.

Fjöl­breytnin lang­hlaup

Magnús tekur í sama streng. „Við sem erum ný­komin hér að sem stjórn­endur í Þjóð­leik­húsinu erum sannar­lega með­vituð um að sögurnar sem við segjum þurfa að vera fjöl­breyttar. Við munum klár­lega horfa til þess að halda á­fram að endur­spegla fjöl­breytni og munum vonandi auka hlut­fallið hratt og vel, en þetta er auð­vitað líka lang­hlaup.“

Þjóð­leik­húsið vinnur nú að því að auka fjöl­breyti­leika innan hússins. Í þeim til­gangi var sett á lag­girnar þróunar­mið­stöð fyrir ný ís­lensk verk sem gengur undir nafninu Loftið. Þrír hópar þróa verk í mið­stöðinni í vetur.

„Það vill reyndar svo til að í öllum þremur verkunum er fólk af blönduðum upp­runa að vinna þessi verk fyrir okkur og við erum auð­vitað bara spennt að fylgja því eftir og vonum rati alla leið á svið.“

Þrír hópar þróa verk á Loftinu.
Mynd/Þjóðleikhúsið

Inn­flytj­endur ó­sýni­legir á sviði

Al­dís vekur at­hygli á því að einn sjö­tti Ís­lendinga sé fólk af fyrstu eða annarri kyn­slóð inn­flytj­enda. Það sjáist þó ekki á fjölum leik­húsanna.

„Vald­hafar þurfa að leggja á sig þá auka vinnu að ganga úr skugga um að hópurinn sem þú ert með sé raun­veru­leg speglun á sam­fé­laginu. Þegar þú til­heyrir meiri­hluta innan þjóð­fé­lagsins þá er skiljan­lega erfitt að gera sér grein fyrir því að eitt­hvað vantar, en það er al­gjör­lega í þeirra höndum að gefa öllum tæki­færi á að spegla sig í listinni,“ sagði Al­dís í sam­tali við Frétta­blaðið.

Á­stæðu­laus ótti

Al­dís viður­kenndi að það væri erfitt fyrir marga lista­menn af blönduðum upp­runa að tjá sig um skort á fjöl­breyti­leika í leikara­vali leik­húsanna. Lítið sam­fé­lag geri það að verkum að óttinn við slæm við­brögð og út­skúfun sé alltaf til staðar.

Magnús telur þann ótta vera á­stæðu­lausan. „Við viljum svo sannar­lega leggja við hlustir og taka þátt í sam­talinu. Ég fanga þessari um­ræðu og tel hana leiða til góðs.“