Grunn­skóli Reyðar­fjarðar og Leik­skólinn Lyng­holt verða lokaðir á morgun, þriðju­dag og mið­viku­dag vegna CO­VID-19 smita sem upp komu í bænum.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni á Austur­landi. Þar segir að 40 sýni hafi verið tekin í bænum í gær. Niður­staða liggur ekki enn fyrir en smit hafa greinst sem tengjast leik-og grunn­skólanum.

„Erfið­lega hefur gengið að rekja þau enda snerting þeirra víða. Í sam­ráði við rakningar­teymi hefur því verið á­kveðið að bæði Leik­skólinn Lyng­holt og Grunn­skóli Reyðar­fjarðar verði lokaðir á mánu­dag, þriðju­dag og mið­viku­dag. Í kjöl­far síðari skimunar sem fram fer hjá mörgum á þriðju­dag verður staðan endur­metin þegar niður­staða liggur fyrir, sem ætti að vera á mið­viku­dags­morgun.“