Innlent

Leiðinlegast að taka strætó í vinnu

Maskína kannaði hversu skemmtilegt Íslendingum þykir að ferðast til og frá vinnu, eftir ferðamáta þeirra.

Það er hagkvæmt og umhverfisvænt að ferðast með strætó. En notendum þykir það ekki skemmtilegt, ef marka má könnun Maskínu. Fréttablaðið/Ernir

Það er leiðinlegast að taka strætó í vinnu eða skóla en skemmtilegast að ganga eða hjóla. Þetta er niðurstaða Maskínu, sem kannaði hversu skemmtilegt eða leiðinlegt fólki þætti mismunandi ferðamátar.

45 prósent Íslendinga fannst skemmtilegt að ferðast í vinnu eða skóla síðast þegar þeir ferðuðust þangað. Fólki yfir fertugu fannst ferðin skemmtilegust en ungu fólki, á aldrinum 18-29 ára þótti hún leiðinlegust.

Eins og sést á hjálögðu grafi fannst þeim sem gengu skemmtilegast að fara til vinnu eða skóla en þeir sem hjóluðu fylgdu þeim fast á hæla. Þessir tveir hópar skera sig út.

40% þeirra sem ferðuðust á bíl þótti ferðin skemmtileg. Strætó sker sig úr. Aðeins 30% þótti strætóferðin skemmtileg.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

​Lokanir á Lyng­dals­heiði, Hellis­heiði og Þrengslum

Innlent

Leggja fram þriðja orku­pakkann „á ís­lenskum for­sendum“

Kjaramál

„Óbilgirnin er svakaleg“

Auglýsing

Nýjast

Starfsfólk Porsche fékk 1,3 milljónir í bónus

Élja­bakki og hvassvirði nálgast suð­vestur­hornið

Clio „Besti framleiðslubíllinn“ í Genf

​„Við lifum af einn dag“

Laun forstjórans hærri en samanlögð velta fjölmiðlanna

Volvo vanmat eftirspurn eftir tengiltvinnbílum

Auglýsing