Innlent

Leiðinlegast að taka strætó í vinnu

Maskína kannaði hversu skemmtilegt Íslendingum þykir að ferðast til og frá vinnu, eftir ferðamáta þeirra.

Það er hagkvæmt og umhverfisvænt að ferðast með strætó. En notendum þykir það ekki skemmtilegt, ef marka má könnun Maskínu. Fréttablaðið/Ernir

Það er leiðinlegast að taka strætó í vinnu eða skóla en skemmtilegast að ganga eða hjóla. Þetta er niðurstaða Maskínu, sem kannaði hversu skemmtilegt eða leiðinlegt fólki þætti mismunandi ferðamátar.

45 prósent Íslendinga fannst skemmtilegt að ferðast í vinnu eða skóla síðast þegar þeir ferðuðust þangað. Fólki yfir fertugu fannst ferðin skemmtilegust en ungu fólki, á aldrinum 18-29 ára þótti hún leiðinlegust.

Eins og sést á hjálögðu grafi fannst þeim sem gengu skemmtilegast að fara til vinnu eða skóla en þeir sem hjóluðu fylgdu þeim fast á hæla. Þessir tveir hópar skera sig út.

40% þeirra sem ferðuðust á bíl þótti ferðin skemmtileg. Strætó sker sig úr. Aðeins 30% þótti strætóferðin skemmtileg.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ríkið bótaskylt vegna vinnuslyss á Landspítalanum

Innlent

Upp­sögn eftir 44 ára starf dæmd ó­lög­mæt

Innlent

Mikilvægt að fá botn í málið sem fyrst

Auglýsing

Nýjast

Tesla kaupir trukkafyrirtæki til að hraða afhendingu

„Svartur dagur fyrir blaða­mennsku“

Kínverjar velja lengri gerðir bíla

Stjórnvöld bregðast við lyfjaskorti

Salka vinnur að Brexit stefnu­mótun: „Þetta verður tæpt“

Flugvél Southwest rakst á kyrrstæða vél WOW

Auglýsing