Innlent

Leiðinlegast að taka strætó í vinnu

Maskína kannaði hversu skemmtilegt Íslendingum þykir að ferðast til og frá vinnu, eftir ferðamáta þeirra.

Það er hagkvæmt og umhverfisvænt að ferðast með strætó. En notendum þykir það ekki skemmtilegt, ef marka má könnun Maskínu. Fréttablaðið/Ernir

Það er leiðinlegast að taka strætó í vinnu eða skóla en skemmtilegast að ganga eða hjóla. Þetta er niðurstaða Maskínu, sem kannaði hversu skemmtilegt eða leiðinlegt fólki þætti mismunandi ferðamátar.

45 prósent Íslendinga fannst skemmtilegt að ferðast í vinnu eða skóla síðast þegar þeir ferðuðust þangað. Fólki yfir fertugu fannst ferðin skemmtilegust en ungu fólki, á aldrinum 18-29 ára þótti hún leiðinlegust.

Eins og sést á hjálögðu grafi fannst þeim sem gengu skemmtilegast að fara til vinnu eða skóla en þeir sem hjóluðu fylgdu þeim fast á hæla. Þessir tveir hópar skera sig út.

40% þeirra sem ferðuðust á bíl þótti ferðin skemmtileg. Strætó sker sig úr. Aðeins 30% þótti strætóferðin skemmtileg.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Innlent

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Innlent

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Auglýsing

Nýjast

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Hagar stað­festa að Helga Vala hafi ekki stolið sóda­vatni

Kona sleppur við fjárnám

Smá úrkoma en gott ferðaveður í dag

Auglýsing