Um klukkan fimm í nótt var ákveðið að loka Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi, Suðurstrandavegi og veginum um Kjalarnes en áður hafði vegunum um Hellisheiði og Þrengsli verið lokað, svo allar leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu eru lokaðar.

Allar leiðir á sunnanverður Snæfellsnesi eru ófærar og vegirnir um Bröttubrekku, Holtavörðuheiði, Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðir.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að flestar aðalleiðir á landinu séu lokaðar og fólk er beðið um að vera ekki á ferðinni.