Leið­togi Kudo kai glæpa­hringsins, Satoru Nomura, hefur nú verið dæmdur til dauða í Japan en með­limir glæpa­hringsins drápu einn og særðu þrjá til við­bótar á árunum 1998 til 2014. CNN greinir frá dóminum og vísar þar til ríkis­út­varps Japan, NHK.

Dómurinn féll í héraðs­dómi Fuku­oka í vestur­hluta Japans í gær en að sögn dómara við réttinn er glæpa­hringnum stýrt á mjög strangan hátt og því ó­hugsandi að Satoru hafi ekki vitað af á­rásunum áður en þær voru framdar.

Að sögn lög­manna Satoru munu þau á­frýja dóminum.

Líkt og áður segir drápu með­limir hópsins einn en þeir skutu til bana fyrrum yfir­mann fisk­kaup­fé­lags. Með­limir hópsins særðu einnig þrjá til við­bótar á tíma­bilinu, þar af hjúkrunar­fræðing og fyrrum lög­reglu­mann.