Allir leið­togar Norður­landanna sendu dönsku þjóðinni hlýjar kveðjur á sam­skipta­miðlinum Twitter í gær­kvöldi í kjöl­far ó­dæðisins í Field‘s verslunar­mið­stöðinni, þar sem tuttugu og tveggja ára danskur karl­maður hóf skot­á­rás. Þrjú eru látin og fjöldi eru særðir. Þar af þrír í lífs­hættu.

„Danska þjóðin er í huga Ís­lendinga í dag. Við stöndum með ykkur,“ segir Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra Ís­lands. Hún segir manns­líf hafa tapast vegna ó­skiljan­legs og til­gangs­lauss of­beldis. Fréttirnar nísti hjartað.

„Það hryggir mig mjög að heyra um hræði­lega of­beldis­verkið í Kaup­manna­höfn. Hugsanir okkar eru hjá fórnar­lömbum og að­stand­endum þeirra,“ segir Sanna Marin, for­sætis­ráð­herra Finn­lands.

„Sví­þjóð stendur með Dan­mörku á þessum erfiða tíma. Við hugsum til fórnar­lambanna og að­stand­enda þeirra,“ segir Magda­lena Ander­son, for­sætis­ráð­herra Sví­þjóðar. Hún hafi boðið Mette Frederik­sen stuðning ef þörf krefur.

„Hugur minn er hjá fórnar­lömbunum og að­stand­endum þeirra, og hjá þeim við­bragðs­aðilum sem nú vinna að því að bjarga manns­lífum og tryggja öryggi dönsku þjóðarinnar,“ segir Jonas Gahr Støre, for­sætis­ráð­herra Noregs.

Þá gaf Mette Frederik­sen, for­sætis­ráð­herra Dan­mörku, út yfir­lýsingu í gær­kvöldi rétt fyrir mið­nætti að staðar­tíma, þar sem hún kallar ó­dæðis­verkið „grimmi­lega árás á Dan­mörku.“

„Þetta er ó­skiljan­legt. Sker mann í hjartað. Til­gangs­laust. Ég sendi þeim sem hafa misst ást­vini sína mína dýpstu sam­úð. Fal­lega, og yfir­leitt örugga, höfuð­borgin okkar breyttist á einu augna­bliki.“