Leiðtogar G7-ríkjanna funda nú í Þýskalandi. Þó svo að umfjöllunarefni þeirra séu að mestu leiti í þyngra lagi, þá virðast þeir samt leyfa sér að kítla hláturtaugarnar, en þeir gerðu grín að Vladímir Pútín Rússlandsforseta á fundinum.

Umræddir leiðtogar koma frá Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan og Bretlandi, auk þess sem Ursula von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambansins situr fundina.

„Í eða úr jökkunum? Ættum við að fækka fötum?“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Breta við upphaf hádegisfundar í gær og bætti við: „Við verðum að sýna að við erum harðari af okkur en Pútín,“

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau á þá að hafa svarað með því að vísa í fræga ljósmynd af Pútín. „Ber að ofan á hestbaki,“ sagði hann og Johnson svaraði: „Til að sýna þeim hversu vöðvastælt við erum,“ Þá hefur verið haft eftir Ursulu von Der Leyen „Ó já. Þannig er best að ríða hesti,“

Samkvæmt frétt Daily Beast um málið virtist Joe Biden Bandaríkjaforseti ekki hafa gaman að þessu tali.

Leiðtogarnir ræða nú viðbrögð sín við stríði Rússlands í Úkraínu. Bretland, Kanada, Japan og Bandaríkin lögðu til að mynda fram bann á innflutningi á gulli frá Rússlandi. Banninu væri beytt að fjársterkum Rússum sem hafa fjárfest í gulli til að draga úr fjárhagslegu höggi þvinganna vestrænna ríkja.