Fjórði leið­toga­fundur Evrópu­ráðsins verður haldinn á Ís­landi 16. til 17.maí 2023. For­sætis­ráð­herra Ís­lands og utan­ríkis­ráð­herra Ír­lands til­kynntu í morgun form­lega á­kvörðun Evrópu­ráðsins um að efna til leið­toga­fundar undir for­mennsku Ís­lands í ráðinu. For­sætis­ráð­herra og utan­ríkis­ráð­herra Ís­lands verða gest­gjafar fundarins.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá utan­ríkis­ráðu­neytinu en þar segir að aðildar­ríki Evrópu­ráðsins hafi sam­mælst um að ríkt til­efni væri til að leið­togar ríkjanna 46 kæmu saman á þeim við­sjár­verðu tímum sem nú væru uppi. Sam­hljóða á­kvörðun þess efnis var tekin á fundi ráð­herra­nefndar Evrópu­ráðsins í dag.

„Evrópu­ráðið snýst um grunn­gildi sam­fé­laga okkar; lýð­ræði, mann­réttindi og réttar­ríkið. Inn­rásin í Úkraínu, heims­far­aldur og efna­hags­þrengingar skapa á­skoranir fyrir þessi grunn­gildi og því hefur aldrei verið mikil­vægara að leið­togar Evrópu­þjóða endur­nýi heitin og séu sam­taka um að standa vörð um þessi gildi. Ís­land mun taka for­mennsku­hlut­verk sitt al­var­lega enda tökumst við á við þetta verk­efni á krefjandi tímum,“ segir Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra.

Mynd/Stjórnarráð Íslands

Að­eins þrír leið­toga­fundir Evrópu­ráðsins hafa verið haldnir í tæp­lega 75 ára sögu ráðsins. Fundurinn verður sá um­fangs­mesti sinnar tegundar sem Ís­land hefur nokkurn tímann haldið.

„Ís­land svarar að sjálf­sögðu því kalli Evrópu­ríkja um að leið­togarnir komi saman,“ segir Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir utan­ríkis­ráð­herra. „Ljóst er að sú staða sem upp er komin í álfunni í kjöl­far inn­rásar Rúss­lands í Úkraínu verður í brenni­depli á leið­toga­fundinum. Að­stæður til að halda slíkan fund gætu því varla verið meira knýjandi og augu um­heimsins munu án efa beinast að Ís­landi þessa daga á vori komanda."

Ís­land tekur við for­mennsku í Evrópu­ráðinu af Írum mið­viku­daginn 9. nóvember. Í for­menns­kunni verður lögð á­hersla á grund­vallar­gildi Evrópu­ráðsins – mann­réttindi, lýð­ræði og réttar­ríkið. Þar að auki endur­speglast á­herslur ís­lensku ríkis­stjórnarinnar á jafn­rétti, mál­efni barna og um­hverfis­mál í for­mennsku­á­ætlun Ís­lands. Fjöldi við­burða verður haldinn í tengslum við for­menns­kuna næstu sex mánuði bæði í Strass­borg og á Ís­landi þar sem lögð verður á­hersla á að kynna ís­lenskar lausnir við sam­eigin­legum á­skorunum.

Tilkynnt var um fundinn í morgun.
Mynd/Stjórnarráð Íslands