Milljarða­mæringurinn Elon Musk lýsti því yfir á dögunum að píramídarnir í Egypta­landi væru „aug­ljós­lega“ til komnir vegna geim­vera. Musk birti stað­hæfingu þess efnis á Twitter og hefur tístinu nú verið deilt yfir 85 þúsund sinnum.

Samsæriskenningar um tilurð píramídana hafa lengi verið á sveimi og virðist auðkýfingurinn telja að menn hafi ekki komið að byggingu píramídanna.

Al­þjóða­mála­ráð­herra Egypta­lands, Rania al-Mas­hat, virðist hins vegar ekki vera á þeim buxunum að leyfa geim­verum að eigna sér heiður á þessari arf­leið landsins.

Al-Mas­hat brá til þess ráðs að bjóða Musk að heim­sækja Egypta­land til að sjá með eigin augun að píramídarnir væru ekki höfundar­verk geim­vera. Hún benti á að graf­hýsi bygginga­meistaranna sem reistu píramídana sönnuðu hennar mál.

Graf­hýsin, sem voru upp­götvuð á níunda ára­tugnum, eru sam­kvæmt sér­fræðingum sönnun þess að mann­virkin hafi verið byggð af forn-Egyptum.