Diljá Mist Einars­dóttir þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins segir leiðin­legt að vera minnt á hvað fáir eru í þing­flokki flokksins.

Diljá tjáir sig á Face­book síðu sinni þar sem hún bregst við fréttum af því að meiri­hluti þing­flokks Sjálf­stæðis­flokksins styðji Bjarna Bene­dikts­son til á­fram­haldandi setu sem for­maður flokksins frekar en Guð­laug Þór Þórðar­son.

Diljá vildi ekki gefa upp af­stöðu sína við Morgun­blaðið þegar eftir því var leitað. Hún var hins­vegar sjálf á stuðnings­manna­fundi Guðlaugar Þórs í gær. Hún var sömuleiðis að­stoðar­maður hans þegar hann var utan­ríkis­ráð­herra á síðasta kjör­tíma­bili.

„Alltaf jafn leiðin­legt að vera minnt á hvað við erum orðin fá í þing­flokknum..“ skrifar Diljá. Hún segist hlakka til lands­fundar þar sem al­mennir flokks­menn leggi kjörnum full­trúum línuna en ekki öfugt.

Guð­laugur Þór hefur gagn­rýnt frammi­stöðu flokksins í kosningum. Sagði hann í gær í ræðu sinni þar sem hann til­kynnti fram­boð að sér hefði brugðið við úr­slit í sveitar­stjórnar­kosningum síðasta haust.

Sagði Guð­laugur að bréf sem sent hefði verið til flokks­manna í kjöl­farið þar sem fram hefði komið að flokkurinn væri þrátt fyrir allt stærstur, hefði skotið skökku við. „Sjálf­stæðis­flokkurinn á ekki að vera stærsti flokkurinn, hann á alltaf að vera lang­stærsti flokkurinn,“ sagði Guð­laugur í ræðu sinni í gær.