Dæmi er um að ein­staklingar sem fengu Jans­sen í sumar og sýktust af Co­vid í kjöl­farið hafi fengið boð í bólu­setningu með örvunar­skammt en að sögn fram­kvæmda­stjóra hjúkrunar hjá Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins eiga þeir sem hafa fengið Co­vid eftir bólu­setningu ekki að fá örvunar­skammt.

Að sögn Ragn­heiðar Óskar Er­lends­dóttur, fram­kvæmda­stjóra hjúkrunar hjá Heilsu­gæslunni, er mögu­leg skýring sú að fólk er ekki skráð með mót­efni í kerfinu þeirra. „Við tökum þá út sem eru ekki með mót­efni,“ segir Ragn­heiður í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Fyrir þá sem eru með mót­efni, þá er [Co­vid-sýking] örvunar­skammtur sem þau eru búin að fá,“ segir Ragn­heiður enn fremur. „Þeir sem fengu Co­vid eiga ekki að koma í tvær örvanir, heldur eiga að vera búin að fá þessa einu.“

Bólusett í næstu viku í Höllinni

Greint var frá því í síðasta mánuði að þeir sem fengu bólu­efni Jans­sen í vor og sumar myndu fá örvunar­skammt með bólu­efni Pfizer eða Moderna en það gildir ekki um þá sem eru með sögu um Co­vid.

Ekki stendur til að bólu­setja þá sem sýktust eftir bólu­setningu að svo stöddu en þeir sem fengu Co­vid og síðan bólu­efni Jans­sen þurfa að bíða í að minnsta kosti þrjá mánuði eftir að smit greindist. Bólu­sett verður í Laugar­dals­höll í næstu viku og er gert ráð fyrir meira en 30 þúsund manns.

Í einu til­felli sem Frétta­blaðið hefur heyrt af sýktist ein­stak­lingur í lok júlí og fékk í dag boð í örvunar­skammt í næstu viku. Að sögn Ragn­heiðar er of stutt liðið frá sýkingu í því til­felli til að bólu­setja að svo stöddu en verið er að skoða fram­haldið.

Að­spurð um hvort hún viti um fleiri sem hafa fengið boð þrátt fyrir ný­lega sýkingu segir Ragn­heiður að það verði skoðað, ekki síst í ljósi þess hversu margir eru að greinast með veiruna núna.

Í einu tilfelli fékk einstaklingur boð þrátt fyrir að hafa sýkst nýverið.