Á morgun taka gildi leiðabreytingar hjá Strætó. Leiðir 18, 24 og 28 munu hefja akstur samkvæmt sumaráætlun og akstur leiða 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7 11, 12, 15, 18 og 28 hætta að aka einni fer fyrr á sunnudagskvöldum. Breytingarnar taka gildi á morgun, þann 26. maí og standa til 17. ágúst.

Leiðir 18, 24 og 28 munu aka samkvæmt sumaráætlun frá 26. maí – 17. ágúst. Í stað þess að aka á 15 mínútna fresti á annatímum þá munu leiðirnar aka á 30 mínútna fresti allan daginn.

Breyting á leið 18

Akstursleið leiðar 18 mun breytast lítillega við Vesturlandsveg. Í stað þess að aka beint á milli Vesturlandsvegar og Húsasmiðjunnar í Grafarholti, þá mun leiðin aka um Vínlandsleið, Krókháls og Grjótháls.

Akstur hættir klukkustund fyrr á sunnudögum.

Leiðir 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7 11, 12 (að Breiðhöfða), 15, 18 og 28 (í átt að Hamraborg) munu hætta akstri einni ferð fyrr á sunnudagskvöldum.

Sumaráætlun á landsbyggðinni

Sumaráætlun hefst á nokkrum landsbyggðarleiðum Strætó. Hér að neðan má sjá dæmi um breytingar:

  • Tvær ferðir á dag milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði.
  • Leið 52 ekur tvær ferðir á dag sem passa við ferðir Herjólfs.
  • Leið 57 milli Akureyrar og Reykjavíkur ekur tvær ferðir alla daga, nema laugardaga.
  • Fleiri ferðir á leiðum 58, 59 og 82 á Vesturlandi.
  • Leið 56 milli Akureyrar og Egilsstaða ekur eina ferð á hverjum degi.