Það vakti athygli ljósmyndara Fréttablaðsins þegar það leið yfir ungan dreng í skrúðgöngu íslenskra skáta í dag. Drengurinn lognaðist útaf þegar hann stóð heiðursvörð við Austurvöll.

Honum varð þó ekki meint af.

„Það bara leið yfir einn skátann hjá okkur“ segir Jón Andri Helgason, framkvæmdastjóri Skátalands. „Eftir það fékk hann bara sykur og gat þá haldið áfram í göngunni án vandamál“

Aðspurður segir Jón Andri segir að þetta komi einstaka sinnum fyrir.

„Við reynum að passa að skipta ört og gefa þeim vel að borða áður. En þetta er hitinn og það að standa lengi" segir Jón