Kolbrún Baldursdóttir lagði til í borgarráði í vikunni að borgarráð myndi flýta fyrir aðgerðum til að bregðast við kvörtunum frá íbúum Grjótaþorpsins vegna hávaða.

Í því samhengi lýsti Kolbrún því að búið væri fyrir löngu að keyra yfir íbúa miðbæjarins sem búa í nágrenni diskóstaða.

Fullyrðingar um að íbúar hafi átt að gera ráð fyrir látunum í miðbænum sé bæði út í hött og dónaleg og að gargandi hávaði sé að gera alla vitlausa.

Í bókun sinni nefnir Kolbrún að íbúar Grjótaþorpsins hafi óskað eftir því að heilbrigðiseftirlitið stöðvi eða takmarki starfsemi American Bar og Pablo Discobar enda sé hljóðvist húsanna í engu samhengi við starfsemi þeirra.

Þá hafi eigendur staðanna brotið nánast allar reglur sem gildi um hávaðamörk þótt að þetta séu ekki einu tveir staðirnir sem hafi gerst sekir um slíkt.

Kolbrún minnist á að samkvæmt reglum heilbrigðiseftirlitsins væru ýmsar aðgerðir sem standa til boða, meðal annar smeð því að leggja dagsektir, allt að 500 þúsund á dag, þar til úr er bætt í samræmi við reglugerð um hollustu og mengunarvarnir.