Guð­laugur Þór Þórðar­son, um­hverfis-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, kynnti í sam­ráðs­gátt í dag á­form um frum­varp til laga um neyðar­birgðir elds­neytis. Sam­kvæmt frum­varpinu er á­formað að leggja skyldu á sölu­aðila elds­neytis að þeir við­haldi jarð­efna­elds­neytis­birgðum sem jafn­gildi notkun til 90 daga. Á­form um laga­setninguna eru opin til sam­ráðs til 9. febrúar næst­komandi.

Sam­kvæmt frum­varpinu er sölu­aðilum jarð­efna­elds­neytis gert að tryggja að­gengi hér á landi að birgðum til 60 daga en geta upp­fyllt allt að 30 daga með tryggingu í birgðum er­lendis.

Sam­kvæmt frum­varpi ráð­herra verður þessi birgða­skylda inn­leidd í nokkrum skrefum yfir nokkurra ára tíma­bil og myndi Orku­stofnun fara með eftir­lit með fram­kvæmd laganna.

Í sam­ráðs­gátt er bent á að í ís­lenskri lög­gjöf er ekki til­greindur aðili sem ber á­byrgð á að til séu neyðar­birgðir elds­neytis eða hversu miklar þær skulu vera. Þá er heldur engin krafa sett á stjórn­völd eða at­vinnu­líf til að halda uppi lág­marks­birgðum elds­neytis sem nýta mætti í að­stæðum sem tak­marka eða úti­loka af­greiðslu elds­neytis til Ís­lands.

„Á meðan Ís­land er háð jarð­efna­elds­neyti getur skortur á því tak­markað mjög hefð­bundna virkni sam­fé­lagsins. Vöru­flutningar, sam­göngur og at­vinnu­líf getur lamast ef ekki er til taks orku­gjafi til að knýja slíkt á­fram,“ segir í sam­ráðs­gáttinni en í orku­stefnu segir til dæmis að nægt fram­boð elds­neytis sé for­senda öryggis á fjöl­mörgum sviðum, meðal annars fæðu­öryggis, al­mennra sam­gangna, lög­gæslu og sjúkra­flutninga. Þar er gert ráð fyrir að öryggis­birgðir olíu verði til­tækar í því skyni að tryggja orku­öryggi og efna­hags­legan stöðug­leika þar til orku­skiptum er náð.

Greint var frá því í skýrslu starfs­hóps for­sætis­ráð­herra í septem­ber á síðasta ári að elds­neytis­birgðir væru langt undir al­þjóð­legum við­miðum. Í skýrslunni var lagt til að hlutað­eig­andi ráðu­neyti, hvert á sínu mál­efna­sviði, leiði sam­ráð ríkis­aðila, at­vinnu­lífs og þriðja geirans.

Þar var það einnig lagt til grund­vallar að eftir­taldar birgðir þurfi að vera til­tækar til þess að tryggja lífs­af­komu þjóðarinnar á hættu­stundu svo að unnt sé að vernda líf og heilsu al­mennings, tryggja ó­rofa virkni mikil­vægra inn­viða sam­fé­lagsins og þjónustu sem er nauð­syn­leg svo að unnt sé að sinna brýnustu þörfum íbúa og sam­fé­lags við slíkar að­stæður:

Mat­væli og nauð­syn­leg að­föng vegna mat­væla­fram­leiðslu.

Jarð­efna­elds­neyti.

Lyf, lækninga­tæki og hlífðar­búnaður.

Við­halds­hlutir og þjónusta vegna mikil­vægra inn­viða sam­fé­lagsins, þ.m.t. raf­magns og fjar­skipta, veitna, sam­gangna, neyðar- og við­bragðs­þjónustu og mann­virkja og veitna.

Hrein­lætis­vörur og sæ­fi­vörur.