Norsk sótt­varnar­yfir­völd leggja til að Ís­land fari á ný á rauðan lista vegna ný­gengis smita hér á landi. Þetta kemur fram á vef norska sótt­varnar­læknisins.

Þar segir að listi stjórn­valda verði upp­færður síðar í þessari viku. Lagt er til að Ís­land auk Lithá­ens og nokkurra héraða í Sví­þjóð og Finn­landi verði sett á inn svo­kallaða rauða lista.

Norski listinn er upp­­­færður út frá ný­­gengi smita en eins og kunnugt er hefur CO­VID-19 heldur sótt í sig veðrið hér á landi undan­farnar vikur.

Þær þjóðir sem eru með undir 20 ný smit síðustu 14 daga á hverja 100 þúsund íbúa teljast grænar og þar af leiðandi öruggar. Þær þjóðir sem fara yfir þetta við­mið teljast rauðar og því þurfa þeir sem koma frá þeim að fara beint í sótt­kví.