Kristján Þór Júlíus­son, sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra, hefur lagt fram á Al­þingi frum­varp um breytingar á ýmsum lögum sem tengjast fisk­eldi. Meðal þeirra breytinga er að á­hættu­mat erfða­blöndunar verði lög­fest og að lagt verði fram leyfi­legt magn af frjóum eldis­laxi í sjó­kvíum á hverjum tíma. 

Frum­varpið byggir á sátt­mála ríkis­stjórnarinnar og var við undir­búning þess byggt að veru­legu leyti á skýrslu starfs­hóps um stefnu­mótun í fisk­eldi sem skilaði til­lögum sínum með skýrslu hinn í ágúst í fyrra. 

Á­hættu­mat erfða­blöndunar skuli lög­fest 

„Stefna stjórn­valda er að á­kvarðanir um upp­byggingu fisk­eldis verði byggðar á ráð­gjöf vísinda­manna. Af þeim sökum er lagt til í frum­varpinu að á­hættu­mat erfða­blöndunar verði lög­fest og að það verði lagt til grund­vallar leyfi­legu magni af frjóum eldis­laxi í sjó­kvíum á hverjum tíma. Frum­varpið gerir ráð fyrir að Haf­rann­sókna­stofnun geri bindandi til­lögur að á­hættu­mati erfða­blöndunar en til­lögurnar verði áður bornar undir sam­ráðs­nefnd um fisk­eldi til fag­legrar og fræði­legrar um­fjöllunar,“ segir í til­kynningu frá ráðu­neytinu. 

Þar segir að nefndin geti ekki gert neinar breytingar á á­hættu­matinu. Ráð­herra stað­festi í kjöl­farið á­hættu­mat erfða­blöndunar sam­kvæmt til­lögu Haf­rann­sókna­stofnunar og er sú til­laga bindandi fyrir ráð­herra. Þá sé í frum­varpinu kveðið á um að Haf­rann­sókna­stofnun skuli leggja til­lögu að endur­skoðuðu á­hættu­mati erfða­blöndunar fyrir sam­ráðs­nefnd um fisk­eldi innan tveggja mánaða eftir að lögin hafa verið birt í Stjórnar­tíðindum. 

Sam­ráðs­nefnd um fisk­eldi sett á fót 

Með frum­varpinu er lagt til að ráð­herra skipi sam­ráðs­nefnd sem er stjórn­völdum til ráð­gjafar vegna mál­efna fisk­eldis. „Mark­mið þessa er að styrkja vísinda­legan grund­völl á­hættu­matsins og stuðla að nauð­syn­legu sam­ráði um upp­byggingu fisk­eldis. Hlut­verk sam­ráðs­nefndarinnar er að leggja mat á for­sendur og úr­vinnslu þeirra gagna sem á­hættu­mat erfða­blöndunar byggist á en einnig að taka aðra þætti til skoðunar.“ 

Mikil­vægt sé að allir helstu aðilar hafi sam­eigin­legan vett­vang til skoðana­skipta um þetta mikil­væga tæki sem á­hættu­matið er en einnig um aðra þætti sem snerta mál­efni fisk­eldis. 

Í nefndinni eiga sæti fimm full­trúar og eru þeir skipaðir til fjögurra ára í senn. Sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra skipar for­mann nefndarinnar. Þá til­nefna Haf­rann­sókna­stofnun, fisk­eldis­stöðvar, Lands­sam­band veiði­fé­laga og Sam­band ís­lenskra sveitar­fé­laga full­trúa í nefndina. 

Vöktun og heimild til að­gerða vegna laxalúsar 

Í frum­varpinu er gert ráð fyrir að innra eftir­lit sjó­kvía­eldis­stöðvar skuli meðal annars fela í sér vöktun á við­komu laxalúsar í eldinu í sam­ræmi við leið­beiningar sem fram koma í reglu­gerð sem ráð­herra setur. Niður­stöður vöktunar skulu sendar Mat­væla­stofnun sem metur hvort og þá hvaða að­gerða er þörf vegna laxalúsar. 

Jafn­framt er lagt til að sett verði skýr reglu­gerðar­heimild í lög um varnir gegn fisk­sjúk­dómum fyrir ráð­herra til að setja á­kvæði um vöktun og að­gerðir vegna laxalúsar. Í slíkri reglu­gerð er ráð­herra heimilt að mæla fyrir um að­gerðir vegna sníkju­dýra í fisk­eldi, svo sem um skyldu rekstrar­aðila til að telja laxalús við til­teknar að­stæður, til­tekin við­miðunar­mörk þar sem við­bragða er þörf og að­gerðir vegna út­breiðslu laxalúsar. 

Aukið gegn­sæi í fisk­eldis­starf­semi 

Með frum­varpinu er leitast við að auka gegn­sæi í fisk­eldis­starf­semi. Liður í þessu er að skylda fisk­eldis­fyrir­tæki til að láta upp­lýsingar um starf­semi sína til stjórn­valda verða um­fangs­meiri en sam­kvæmt gildandi lögum. 

„Lagt er til að stjórn­völd fái upp­lýsingar mánaðar­lega þannig að hægt verði að leggja mat á breytingar í eldi á eldis­tímanum og þannig greina hvernig það þróast. Slíkar upp­lýsingar munu gefa opin­berum eftir­lits­aðilum betri mynd af rekstrinum og bæta eftir­lit þeirra,“ segir í ti­kynningunni. 

Öflugt eftir­lit með fisk­eldis­starf­semi 

Nú­verandi á­kvæði um innra eftir­lit fisk­eldis­stöðva eru í reglu­gerð nr. 1170/2015 um fisk­eldi. Í frum­varpinu er lagt til að sett verði ítar­legt laga­á­kvæði um skyldu rekstrar­leyfis­hafa til að starf­rækja innra eftir­lit. Jafn­framt er gerð sú krafa að frá­vik við eftir­lit Mat­væla­stofnunar sé innan á­sættan­legra marka. 

„Öflugt innra eftir­lit á að tryggja að starf­semin sé í lagi og upp­fylli settar kröfur. Með þessu eru for­sendur til að byggja upp á­hættu­miðað eftir­lit með fisk­eldi sem þýðir að fisk­eldis­fyrir­tæki sem hafa sinn rekstur í lagi og starfa í sam­ræmi við kröfur laga og stjórn­valds­fyrir­mæla fá færri eftir­lits­heim­sóknir en þau sem ekki upp­fylla kröfurnar.“ 

Tíma­bundnar rann­sóknir Haf­ró 

Vegna á­herslu á rann­sóknir og vöktun líf­ríkisins gerir frum­varpið sér­stak­lega ráð fyrir heimild Haf­rann­sókna­stofnunar til að stunda tíma­bundnar rann­sóknir á fisk­eldi í fisk­veiði­land­helgi Ís­lands, ein eða í sam­starfi við aðra. Með því er horft til þess að auð­velda og greiða fyrir nauð­syn­legum rann­sóknum vegna fisk­eldis og þá sér­stak­lega eldis­til­raunum vegna sjó­kvía­eldis.