Innlent

Leggur fram lög­banns­beiðni á Tekjur.is

Formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna lagði í dag fram lögbannsbeiðni til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gagnvart Viskubrunni ehf, sem starfrækir vefinn Tekjur.is.

Ingvar S. Birgisson, formaður SUS og lögfræðingur, segir að um lögbrot sé að ræða.

Ingvar S. Birgisson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, lagði í dag fram lögbannsbeiðni til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gagnvart Viskubrunni ehf, sem starfrækir vefinn Tekjur.is. Vefurinn hefur að geyma upplýsingar um tekjur allra Íslendinga. 

Ingvar segir í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla að birting þessara upplýsinga sé ólögleg. Bæði sé um að ræða ómaklega aðför að stjórnarskrárvörðum rétti almennings til friðhelgi einkalífs auk þess sem sala á þessum upplýsingum sé lögbrot.

„Með starfrækslu vefsins er að mínu mati farið út fyrir heimildir þeirra ákvæða sem hafa legið að baki opinberri umfjöllun um laun og skattgreiðslur Íslendinga í gegnum árin. Í ljósi þess tel ég rétt að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við vinnslu Viskubrunns ehf. á fjárhagsupplýsingum Íslendinga og að félaginu verði gert að afmá upplýsingarnar af vefsíðu sinni, tekjur.is. Í kjölfarið sé svo hægt að takast á við um lögmæti lögbannsins fyrir dómstólum,“ segir Ingvar í yfirlýsingunni.

„Verði ekki fallist á lögbann verður tekið til skoðunar að leita álits dómstóla á því hvort vegi hærra, réttur almennings til friðhelgis einkalífs eða réttur almennings til þess að starfrækja gagnagrunn á internetinu sem inniheldur upplýsingar um laun og skattgreiðslur skattgreiðenda,“ bætir hann við.

Yfirlýsingin í heild:

Ég tel að birting fjárhagsupplýsinga allra skattgreiðenda á vefnum tekjur.is feli í sér ómaklega aðför að stjórnarskrárvörðum rétti almennings til friðhelgis einkalífs. Með starfrækslu vefsins er að mínu mati farið út fyrir heimildir þeirra ákvæða sem hafa legið að baki opinberri umfjöllun um laun og skattgreiðslur Íslendinga í gegnum árin. Í ljósi þess tel ég rétt að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við vinnslu Viskubrunns ehf. á fjárhagsupplýsingum Íslendinga og að félaginu verði gert að afmá upplýsingarnar af vefsíðu sinni, tekjur.is. Í kjölfarið sé svo hægt að takast á við um lögmæti lögbannsins fyrir dómstólum.
 
Sterk rök má færa fyrir því að sala á aðgangi að gagnagrunni sem inniheldur upplýsingar um skattgreiðslur allra landsmanna sé lögbrot. Persónuvernd hefur áður fallist á að birting upplýsinga úr skattskrá Ríkisskattstjóra, mjög svipuð þeirri sem á sér stað á tekjur.is, sé ólögmæt. Þá verður að hafa í huga að ákvæði það sem Viskubrunnur ehf. ber fyrir sig, 2. mgr. 98. gr. tekjuskattslaga, var lögfest fyrir tíma internetsins. Um er að ræða ákvæði sem felur í sér takmörkun á borgaralegum réttindum og því sé rétt að skýra það þröngt, þannig að gildissvið ákvæðisins sé takmarkað sem mest. Enn fremur hefur réttarvernd almennings gagnvart notkun á persónuupplýsingum þeirra verið styrkt til muna með tilkomu nýrra laga um Persónuvernd. 
 
Verði ekki fallist á lögbann verður tekið til skoðunar að leita álits dómstóla á því hvort vegi hærra, réttur almennings til friðhelgis einkalífs eða réttur almennings til þess að starfrækja gagnagrunn á internetinu sem inniheldur upplýsingar um laun og skattgreiðslur skattgreiðenda.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Persónuvernd

Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina

Fréttir

Nýr vefur sýnir tekjur allra landsmanna

Innlent

Aron og Hekla vinsælustu nöfnin 2018

Auglýsing

Nýjast

Listamenn segja Seðlabankann vanvirða listina með púrítanisma

Vegagerðin „afturkallar“ óveðrið

Flestir læknar upp­lifa truflandi van­líðan og streitu

Tómas segir rafrettum beint að börnum

Hægt að skilja um­búðirnar eftir til endur­vinnslu

Komu upp um þurr­mjólkursmygl

Auglýsing