Mat­væla­stofnun hefur unnið til­lögu að rekstrar­leyfi til sjó­kvía­eldis á tíu þúsund tonnum af frjóum laxi í Reyðar­firði fyrir Laxa eignar­halds­fé­lag ehf. Fyrir­tækið er nú þegar með rekstrar­leyfi til há­marks­líf­massa á sex þúsund tonnum en verði nýja rekstrar­leyfið sam­þykkt verður eldi fyrir­tækisins allt að 16 þúsund tonn af laxi í Reyðar­firði.

Til við­bótar við leyfið fyrir sex þúsund tonna há­marks­líf­massa er Laxa einnig með rekstrar­leyfi fyrir þrjú þúsund tonnum. Síðara leyfið mun falla niður ef til­lagan að rekstrar­leyfi upp á tíu þúsund tonnin verður sam­þykkt.

Burðar­þols­mat Haf­rann­sóknar­stofnunar í Reyðar­firði gerir ráð fyrir allt að 20 þúsund tonnum en á­hættu­mat stofnunarinnar gerir ráð fyrir 16 þúsund tonnum af frjóum laxi. Fram­kvæmd fyrir­tækisins fór í gegnum mat á um­hverfis­á­hrifum í sam­ræmi við lög um mat á um­hverfis­á­hrifum.

Mat­væla­stofnun óskar nú eftir at­huga­semdum við til­löguna að rekstrar­leyfinu en þær skulu sendar í gegnum tölvu­póst á net­fangið mast@mast.is. Frestur til að skila inn at­huga­semdunum er til 4. ágúst næst­komandi.