Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu – og sveitarstjórnarráðherra, lagði fram nýtt frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun á lögum um Þjóðskrá og almannaskráningu en fyrri lögin eru frá 1962. Meðal annars skal lagt mat á samfélagslegan ávinning þess að gera aðgang að grunngögnum Þjóðskrár gjaldfrjálsan.

Lýsti ráðherra þeirri skoðun sinni að aðgangur að grunnskrám ríkisins, þar á meðal þjóðskrá, eigi að vera gjaldfrjáls. „Ég trúi því að það myndi hafa jákvæð áhrif á samfélagið, nýsköpun og atvinnulífið að gera þessar upplýsingar gjaldfrjálsar,“

Rekstrarkostnaður Þjóðskrár er um 1,9 milljarðar á ári og aflar stofnunin sér tekna með sölu upplýsinga fyrir um 930 milljónir króna. Mismuninn yrði að brúa með fjármögnun úr ríkissjóði. Í greinargerð með frumvarpinu var lagt til þess að stofnaður yrði starfshópur til þess að meta kostnaðinn fyrir ríkissjóð.