Á borgar­stjórnar­fundi þann 3. júlí var tekin fyrir til­laga frá Bíl­lausa deginum, Hjóla­færni á Ís­landi, Ungum um­hverfis­sinnum og Grænni byggð um gerð við­bragðs­á­ætlunar um aukin loft­gæði í kring um leik­skóla í borginni. Á­ætlunin inni­heldur ráð­stafanir sem eiga að gilda innan svæðis kringum leik­skóla þegar búist er við að styrkur svif­ryks fari yfir heilsu­verndar­mörk eða svo­kallaður ,,grár dagur”.

Sam­þykkt var á fundinum að fela Um­hverfis- og skipu­lags­sviði, sam­göngu­stjóra að vinna að­gerðar­á­ætlun í sam­ráði við Heil­brigðis­eftir­lit Reykja­víkur og Skóla- og frí­stunda­svið Reykja­víkur­borgar. Að því loknu var til­lögunni vísað til borgar­ráðs.

Í til­lögu fé­laganna segir að börn séu hluti af þeim hópi sem eru hvað við­kvæmastir fyrir á­hrifum svif­ryks á heilsuna og því sé brýnt að veita þeim vernd. Í dag, þegar gráir dagar eru í vændum, sem eru dagar þar sem loft­mengun er metin slæm eða mjög slæm, þá sé börnum iðu­lega ekki hleypt út í frí­mínútur og fólk hvatt til að skilja bílinn eftir heima.

Segir að með til­lögunni vilji þau snúa þessu við og skil­greina 400 til 500 metra þynningar­svæði kringum leik­skóla þar sem vél­knúin öku­tæki eru ekki leyfð í á­kveðinn tíma.

Lagt er til að sam­göngu­vika Evrópu, sem er 16. - 22. septem­ber 2019, sé nýtt til að prófa við­bragðs­á­ætlunina, og að hún verði prófum bæði 17. septem­ber og fimmtu­daginn 19. septem­ber.

Í því fælist að setja saman gát­lista yfir það sem þarf að gera þegar grár dagur er í vændum og vera til ráð­gjafar fyrir fram­kvæmd gát­listans. Þá myndi einnig þurfa að skil­greina ná­kvæm­lega bíl­lausa svæðið hjá hverjum leik­skóla, skil­greina hvar lokanir á götum þurfa að vera, hver skal loka þeim og á hvaða tíma dags.

Þá segir að þau sem standi að baki Bíl­lausa dagsins stefni á að skipu­leggja fræðslu í kringum lokanirnar svo allir sem málið snerti séu vel upp­lýst um sitt hlut­verk og verk­efnið sjálft. Leitað er eftir skóla­stjórn­endum sem vilji vera í sam­vinnu við þau í verk­efninu.

„Börn eiga svo þann sjálf¬sagða rétt að geta leikið sér úti,“ segir formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl.
Fréttablaðið/Eyþór

Lagt til í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins

Björn Hákon Sveins­son, for­maður Sam­taka um bíl­lausan lífs­stíl, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að erindið hafi verið sent á öll sveitar­fé­lög á höfuð­borgar­svæðinu en að það hafi að­eins náð inn á borð hjá Reykja­víkur­borg um leið því annars staðar hafi sumar­frí verið hafin. Hann er bjart­sýnn á að vel verði tekið í til­löguna og verk­efnið allt.

Hann telur að hug­myndin verði ekki full­mótuð fyrr en í haust þegar fólk er komið aftur til vinnu. Hann segir að hann sé bjart­sýnn á að sveitar­fé­lögin taki verk­efnið í vinnslu.

„Það var ekki tekið nei­kvætt í þetta,“ segir Björn.

Hann segir að í grunninn snúist þetta um að þeir taki á­byrgð á loft­mengun sem valda henni.

„Þetta snertir á þeirri grund­vallar­hug­mynd að þeir sem ekki eru að valda mengun, þeir eigi ekki að gjalda fyrir henni, heldur að þeir sem valdi henni taki að sér að minnka hana. Börn eiga svo þann sjálf­sagða rétt að geta leikið sér úti.“

Til vinstri er Dagur Bollason og Björn Hákon Sveinsson til hægri.
Mynd/Samsett

Tilgangur að bæta loftgæði og öryggi

Dagur Bolla­son starfar hjá Grænni byggð og er með meistara­próf í opin­berri stefnu­mótun borga. Hann hefur fyrir hönd verk­efnisins skoðað nánar út­færslu annarra landa. Hann segir að upp­haf­lega hafi hug­myndin verið að draga út allt að 400 til 500 metra radíus í kringum leik­skólana sem væru lokaðir um­ferð bíla, en að mögu­lega þurfi ekki að hafa svæðið svo stórt. Hann segir að til­gangur verk­efnisins sé í raun tví­þættur, það er að stuðla að bættum loft­gæðum og svo að bæta öryggi bæði barna og veg­far­enda í kringum leik­skólana.

„Það væri kannski full vel í lagt og kannski þarf ekki að vera svo mikið. Svona verk­efni hafa verið fram­kvæmd víða, eins og í Noregi, og þar eru svo­kölluð „Hjarta­svæði“ í kringum tugi ef ekki hundruð leik­skóla,“ segir Dagur.

Hann segir að þar hafi helstu götum í kringum skólana verið lokað hálf­tíma fyrir og hálf­tíma síð­degis. Hann telur að það ætti að vera nóg svo loft­gæði batni.

Dagur segir að á­líka verk­efni hafi sýnt góðan árangur og nefnir Bret­land sem dæmi. Þar hafi loft­gæði í kringum leik­skóla bæst mikið í kringum leik­skóla. Þá nefnir hann einnig Noreg og Ítalíu, þar sem verk­efnið var lík­lega fyrst fram­kvæmd í borginni Bolza­no.

Ef­laust þarf þó að skoða hvern skóla fyrir sig og stað­setningu hans. Ýmsir leik­skólar eru stað­settir ansi nærri stofn­brautum sem að­eins Vega­gerðin hefur heimild til að loka. Spurður hvort að­gerðin hafi einnig til­ætluð á­hrif sé svæðið minnkað í, til dæmis, 100 til 300 metra radíus, segir Dagur að allt skipti máli og þótt að svæðið væri minna myndu loft­gæði bætast um­tals­vert.

Spurður um hvað þeir for­eldrar eigi að gera sem skutli börnum sínum í leik­skólanna segir Dagur að það væri auð­vitað betra ef að for­eldrar myndu velja aðra sam­göngu­máta.

„Það er ekki hægt í öllum til­fellum auð­vitað, en það á­kjósan­legasta út­koman,“ segir Dagur.

Hann segir að í Noregi, sem dæmi, sé sett upp sér­stakt svæði fyrir for­eldra til að skilja börnin eftir [e. Drop off zone].

Til­lögu sam­takanna er hægt að kynna sér hér í heild sinni.